Nemandi í NPTC námi Keilis vinnur til verðlauna

Ana Markovic
Ana Markovic

Ana Markovic, sem útskrifaðist úr nýju einkaþjálfaranámi Keilis í fjarnámi (NPTC) árið 2018. Hún vann til verðaluna á Rhein Neckar Pokal Champion mótinu í Hockenheim í Þýskalandi í nóvember, þar sem hún sigraði sinn hæðarflokk glæsilega. Mótið var fjölmennt enda var um að ræða úrtökumót þýska sambandsins fyrir heimsmeistaramót í sumum flokkum. 

Ana var einnig sigurvegari í wellness á Bikarmótinu í fitness á Íslandi árið 2017. Á vef Fitness frétta má lesa ítarlegt viðtal við Önu.

Ánægð með NPTC námið

Ana er hæst ánægð með NPTC námið sem hún telur muni nýtast henni vel í framtíðinni. „As an IFBB fitness athlete who competes, I feel lucky to have a good PT supporting me in my aspirations and helping me reach my goals. I watched my body and mindset transform, so I wanted to learn a little bit more about the magic. I never even thought about being a PT until I had to earn my grades with Nordic Fitness Education. Now, experiencing all that the NPTC offers, I feel confident that I can be a solid coach. I feel that I have very strong base to build upon, with experience too. I'm proud and grateful to have graduated from NFE via the Nordic Personal Trainer Certificate! Thank you.“

Nánari upplýsingar um NPTC námið


Tengt efni