Íþróttamaður ársins er einnig ÍAK einkaþjálfari

Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018 og ÍAK einkaþjálfari 2016
Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018 og ÍAK einkaþjálfari 2016

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyr­irliði í knatt­spyrnu og leikmaður Wolfs­burg í Þýskalandi var útnefnd Íþróttamaður ársins 2018 af Samtökum íþróttafréttamanna. Sara Björk lauk ÍAK einkaþjálfaranámi Keilis árið 2016, en þess má geta að fjölmargir afreksíþróttamenn hafa lagt stund á bæði einka- og styrktarþjálfaranám á vegum Íþróttaakademíu Keilis samhliða íþróttaferli sínum. Við höfum áður birt fréttir af Dagnýju Brynjarsdóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og Ana Markovic, fitnesskonu á heimasíðunni okkur.

Þetta var í sjöunda sinn sem Sara Björk var á topp tíu listanum og sagðist hún vera ánægð með að hafa loksins náð titlinum. Nánari upplýsingar um kjör íþróttamanns ársins eru aðgengilegar á heimasíðu Samtaka íþróttafréttamanna.

Samtök íþróttafréttamanna veittu nú í sjöunda sinn viðurkenningu til þjálfara ársins og var það Kristján Andrésson þjálfari sænska landsliðsins í handbolta sem hlaut þann heiður. Viðurkenning til liðs ársins fór til landsliðs Íslands í golfi sem varð Evrópumeistari á árinu. 

Starfsfólk og kennarar Íþróttaakademíu Keilis óska Söru Björk til hamingju með útnefninguna.


Tengt efni