Fullbókað í einkaþjálfun hjá nemendum ÍAK

Fullbókað er í einkaþjálfunartíma hjá nemendum ÍAK núna í vor, en nemendur í starfsnáminu munu bjóða einstaklingum upp á fría einkaþjálfun í allt að fimm skipti á tímabilinu 25. mars – 5. maí.

Mikil eftirspurn var eftir tímunum, en um 150 einstaklingar út um allt land skráðu sig í tíma hjá nemendum í ÍAK einkaþjálfaranámi skólans.

Við munum bjóða upp á sambærilega tíma aftur á vorönn 2020, þannig að þeir sem eru ekki ennþá komnir í form þá, mega gjarnan skrá sig þegar við auglýsum næst einkaþjálfaratíma hjá nemendum.