Aðstaða

Verkleg kennsluaðstaða fyrir námsbrautir Keilis og stök námskeið er í Sporthúsinu á Ásbrú. Nemendur Íþróttaakademíu Keilis fá ókeypis aðgang að Sporthúsinu utan kennslu.

Kennsla í Háskólabrú fer fram í nýrri aðalbyggingu Keilis á Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Byggingin hýsir flestar kennslustofur, rannsóknaraðstöðu, stoðþjónustu og skrifstofur. Þar er einnig að finna bókasafn, lesrými, hópvinnuherbergi, kaffistofur og veitingasölu, auk þess sem viðburðir og uppákomur eru reglulega á dagskrá.

Aðalbygging Keilis er opin nemendum frá morgni til kvölds. Verklegar æfingar og rannsóknir nemenda fara fram í fyrsta flokks tilrauna- og rannsóknaraðstöðu í orkufræðum í tæknifræðinám Keilis.
 

Námsumhverfi

Í Keili er lagður mikill metnaður í að skapa framúrskarandi námsumhverfi fyrir allt nám skólans sem er bæði sérhæft og fjölbreytilegt. Í skólanum eru fyrirlestrarsalir og hópvinnuherbergi, fyrsta flokks tilrauna- og rannsóknaraðstaða sem og aðstaða fyrir verklega kennslu í tæknifræði, ný og glæsileg verkleg kennsluaðstaða hjá Flugakademíu og fullkomlega tækjum búinn kennslusalur fyrir þjálfun og íþróttaiðkun. 
 
Á bókasafni Keilis er veitt fagleg upplýsingaþjónusta. Safnkosturinn er sérhæfður og miðar að því að styðja við það nám sem boðið er upp á við skólann. Bókasafn Keilis er í samstarfi við Bókasafn Reykjanesbæjar þar sem nemendur fá fullan aðgang að safnkosti og þjónustu, sér að kostnaðarlausu. Við bókasafnið er vel búin lesaðstaða.