Reglur um skólasókn

  • Sækja skal allar kennslustundir stundvíslega.
  • Mætingarskylda er í allar staðlotur
  • Það telst seinkoma ef nemandi er ekki mættur þegar kennari er búinn að lesa upp eða skrá ástundun í upphafi kennslustundar.  
  • Sem viðbrögð við COVID-19 er áríðandi er að þeir sem finna fyrir sjúkdómseinkennum eða lasleika haldi sig heimafyrir. Sjá nánari upplýsingar hér.
  • Komi til fjarvista í staðlotu ber nemanda að tilkynna það samstundis til verkefnastjóra námsins og kennara viðeigandi áfanga. Nemendur þurfa að vinna upp fjarvist með verkefni sem lagt er fyrir af kennara.