3.1. Framhaldsskólaeining
Framhaldsskólaeiningar eru skilgreindar út frá vinnuframlagi nemenda. Ein framhaldsskólaeining samsvarar 18-24 klst vinnu meðal nemanda. Innifalið í þessari mælingu er öll vinna nemandans við áfangann þ.m.t tímasókn, heimavinna, undirbúningur og þátttaka. Einingafjöldi áfanga sést í tveimur síðustu tölustöfum í áfanganúmerinu.
3.2. Skráning og úrsögn nemenda úr áföngum
Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, þar með talið skráningu og því að skráning sé í samræmi við kröfur viðkomandi námsbrautar og í samræmi við reglur um framvindu undanfara áfanga.
Nemandi ber ábyrgð á að skrá sig í áfanga á Moodle sama dag og áfangi hefst.
Nemandi sem vill segja sig úr áfanga skráir sig sjálfur úr áfanga á INNU ásamt því að senda póst á verkefnastjóra námsins. Skráning úr áfanga þarf að berast eigi síðar en 10 dögum eftir að áfangi hefst. Ef nemandi sinnir ekki áfanganum og skráir sig ekki út honum á tilskildum tíma birtist áfanginn sem fall á INNU. Mikilvægt er að hafa samráð við verkefnastjóra námsins og tilkynna honum úrsögnina. Nemendur Íþróttaakademíu Keilis verða að segja sig úr áfanga í síðasta lagi tíu dögum eftir að áfangi hefst til þess að geta átt námsgjöld inni. Námsgjöld geta gilt í Íþróttaakademíu í tvö ár frá því að nemandi hóf nám.
3.3. Námsmat:
Námsmati er ætlað að meta hvernig nemanda hefur gengið að tileinka sér námsmarkmið hvers áfanga. ÍAK leggur áherslu á fjölbreytt námsmat. Kennarar í áfanga eru ábyrgir fyrir þeim matsþáttum sem lagðir eru fyrir í áfanganum og samsetningu lokaeinkunnar. Gefin er ein lokaeinkunn á INNU fyrir hvern áfanga sem nemandi er skráður í.
Kennara er heimilt að krefjast þess að tilteknir liðir í áfanga séu leystir af hendi á fullnægjandi hátt til þess að nemandi teljist hafa lokið áfanganum. Slíkar kröfur verður að tilkynna í upphafi námskeiðs í kennsluáætlun.
Tryggja skal að í námi og námsmati í einstökum faggreinum reyni á alla þætti námsins, þekkingu, leikni og hæfni með hliðsjón af viðmiðum í aðalnámskrá.
Vægi einstakra þátta í námsmati skal koma fram á kennsluáætlun sem birt er á Moodle í upphafi áfanga.
Einkunnir eiga að liggja fyrir eigi síðar en 10 virkum dögum eftir skiladag.
Kennari skráir lokaeinkunnir inn á Innu þar sem þær eru vistaðar og áfanga er lokað.
3.4. Einkunnagjöf
Einkunnir eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0,5 til 10. Lágmarkseinkunn í áfanga er 7. Nemandi telst ekki hafa staðist áfanga þegar einkunn er lægri og í tilvikum þar sem áfanginn sem nemandi hefur ekki staðist er undanfari annars áfanga, fær nemandinn ekki að taka næsta áfanga á eftir.
3.5. Um skil nemenda á verkefnum
Í námskeiði setur kennari reglur um skilafrest verkefna í upphafi áfanga og ber nemanda að skila verkefni áður en frestur er útrunninn. Kennari hefur ekki heimild til þess að taka við verkefni sem skilað er of seint. Nemandi hefur möguleika á því að sækja um að skila verkefni seint með beiðni í tölvupósti til stjórnenda deildarinnar. Í beiðni um sein skil þurfa að koma fram eftirfarandi atriði: a) fullt nafn og kennitala nemanda, áfangaheiti, heiti kennara, heiti verkefnis sem um ræðir og vægisprósenta verkefnis og b) ítarleg ástæða þess að skilafrestur var ekki virtur. Vanti upplýsingar í beiðnina mun það valda seinkun á meðhöndlun. Stjórnendur taka umsóknina fyrir og láta kennara og nemanda vita hver niðurstaðan er. Ef nemandi fær leyfi frá stjórnendum deildarinnar til að skila inn verkefni eftir skilafrest, gilda sömu reglur og um úrbótaverkefni, þ.e. aldrei verður gefið meira en lágmarkseinkunn fyrir verkefnið.
Áhrif þess að nemandi lýkur ekki einstökum námsmatsþáttum
3.6. Almennt um próftöku:
Um próf í kennslustofu gilda að auki eftirfarandi reglur:
Brot á prófareglum geta leitt til vísunar frá prófi eða úr námskeiði eftir atvikum, samkvæmt gildandi lögum og reglum Keilis. (Uppfært í október 2020)
3.7. Heilindi í verki
ÍAK gerir þá kröfu til nemanda að öll verkefni sem nemandi skilar séu hans eigið hugverk. Í því felst meðal annars að hann vinni verkefnið sjálfur frá grunni, án aðstoðar annarra, og taki aldrei upp texta eða vinnu annarra og setji fram sem sitt eigið verk. Óheimilt er með öllu að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð. Kennurum er heimilt að beita viðurlögum ef upp kemst um ritstuld, nemandi er áminntur og fær einkunnina 0 í verkefninu eða áfanganum, eftir alvarleika brotsins. Hvert verkefni sem skilað er, skal vera einstakt. Öll endurnýting verkefna, hvort heldur er innan áfanga, milli áfanga eða milli námsbrauta er óheimil, nema annað sé tekið fram.
Kennara er heimilt að gera undantekningu frá þeirri meginreglu að nemendur megi ekki vinna saman að verkefnum, og gerir hann þá skriflega grein fyrir því í verkefnislýsingu. Sama á við í hópverkefnum; verkefnið skal vera unnið af hópnum frá grunni, án aðstoðar annarra, og er allur hópurinn ábyrgur fyrir því að rétt vinnubrögð séu viðhöfð.
ÍAK gerir þá kröfu að nemandi leggi sig ávallt fram í hópstarfi og gæti þess að framlag hans sé sambærilegt á við hina í hópnum. Kennari hefur heimild til að gefa einstaklingum í hópi mismunandi einkunn ef ljóst þykir að framlag þeirra hefur verið verulega ójafnt. Í hópverkefnum hefur hópurinn möguleika á að skipta með sér verkum, þó þannig að vinnuframlag einstakra hópmeðlima til verkefnisins sé sambærilegt. Allur hópurinn er þó eftir sem áður ábyrgur fyrir heildarverkinu.
3.8. Viðurlög
Almenn viðurlög við ritstuldi, broti á siðareglum og öðrum meginreglum skólans eru eftirfarandi:
Í undantekningartilvikum áskilur skólinn sér rétt til að vísa nemanda úr námi fyrirvaralaust.
Ef nemendur eru ekki sáttir við ákvörðun skólans eða telja að brotið hafi verið á rétti sínum sem nemanda er gott að byrja á að leita ráða hjá náms- og starfsráðgjöfum sem sinna hagsmunagæslu þeirra.
Nemendur geta lagt fram formlega kvörtun með því að senda tölvupóst á viðkomandi forstöðumann. Forstöðumaður tekur við málinu og skoðar málsatvik og birtir úrskurð innan tíu virkra daga frá því að honum barst erindið.
Sé nemandi ekki sáttur við úrskurð forstöðmanns getur hann kært úrskurðinn til kennslunefndar, sem er skipuð þremur óháðum starfsmönnum innan Keilis og einum nemanda ef það á við. Nefndin er skipuð sérstaklega fyrir hvert einstakt mál. Forstöðukona Menntasviðs tekur við málum sem óskað er eftir að kennslunefnd taki fyrir.
3.9. Sjúkra- og endurtektarréttur vegna einstakra námsþátta.
Fyrirvari um breytingar
Vakin er athygli á því að allt sem birt er s.s. varðandi skipulag og annað er birt með fyrirvara um breytingar og deildarstjóri áskilur sér rétt til að breyta dagsetningum og öðru sem birst hefur og við kemur náminu