Handbók nemenda - Fótaaðgerðafræði

Keilir haust 2020 - Birt með fyrirvara um breytingar. 

Smelltu á viðeigandi yfirflokka til að nálgast nánari upplýsingar. 
Í Skólanámskrá Keilis má finna upplýsingar um stefnu og starfshætti Keilis.

 • 1 Námið

  Nám í fótaaðgerðafræði er samtals 199 einingar. Grunnurinn, 109 einingar eru kenndar m.a. í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og sérgreinar fótaaðgerðafræðinnar 90 einingar eru kenndar hjá Keili.Námið dreifist á sex til sjö annir, þar af er sérnámið í Keili skipulagt sem þriggja anna nám. 

  Í náminu er nemandinn undirbúinn til að starfa sem fótaaðgerðafræðingur, bæði á einkastofum ásamt hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa færni í að takast á við raunveruleg viðfangsefni þar sem fyrirmæli, verklýsing og vinnuaðferðir liggja fyrir. Jafnframt fær nemandinn þjálfun í að takast á við ófyrirséð verkefni og aðstæður sem krefjast þekkingar, hugkvæmni, hæfni í samskiptum og rökvísi. 

  Keilir leggur áherslu á nútíma náms- og kennsluhætti og vinnur eftir hugmyndafræði vendináms. Vendinám felur í sér að nemendur vinna að verkefnum og taka þátt í umræðum í skólum en fyrirlestrar og annað námsefni frá kennara er vistað á netinu. 

  • 1.1 Fyrirlestrar

   Fyrirlestrar eru vistaðir inni á Moodle - kennslukerfi skólans.

  • 1.2 Innilotur

   Nemendur mæta á innilotur skv. stundaskrá. 100% skyldumæting er á innilotur frá upphafi til enda.

  • 1.3 Úrsögn úr áfanga

   Úrsögn úr áfanga þarf að fara fram í síðasta lagi viku eftir að áfangi hefst. Það er hægt að gera í gegnum INNU með því að ýta á flipann úrsögn úr áfanga. Mikilvægt að hafa samráð við verkefnastjóra námsins. Ef nemandi sinnir ekki áfanganum og skráir sig ekki úr honum á tilskildum tíma birtist áfanginn sem fall á INNU.

   Nemendur í fótaaðgerðafræði verða að segja sig úr áfanga í síðasta lagi viku eftir að áfangi hefst til þess að geta átt námsgjöld inni. Námsgjöld geta gilt í fótaaðgerðafræði í tvö ár frá því að nemandi hóf nám. 

  • 1.4 Fyrirvari um breytingar

   Vakin er athygli á því að allt sem birt er s.s. varðandi skipulag og annað er birt með fyrirvara um breytingar og verkefnastjóri áskilur sér rétt til að breyta dagsetningum og öðru sem birst hefur og við kemur náminu. 

  • 1.5 Verkefnavinna

   Miklar kröfur eru gerðar til nemenda hvað varðar vinnubrögð og sjálfstæði í lausn verkefna. Óheimilt er með öllu  að nýta sér hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð. Kennurum er heimilt að beita viðurlögum ef upp kemst um ritstuld, nemandi er áminntur og fær einkunnina 0 í verkefninu eða áfanganum, eftir alvarleika brotsins.

  • 1.6 Tilslakanir á skilafresti

   Hafi nemandi ekki lokið við verkefni á tilsettum skilatíma gildir sú regla að ekki er gefinn lengri tími án mögulegrar lækkunar einkunnar á verkefni. 

   Dregið er 1 frá einkunn, fyrir hvern byrjaðan sólarhring frá skiladegi. Ekki er tekið við verkefnum eftir tvo daga frá skiladegi 

  • 1.7 Námsframvinda

   Lágmarkseinkunn er 5 í öllum bóklegum áföngum, en 7 í verklegum áföngum. Til að geta hafið nám í sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar verða nemendur að hafa lokið almennum kjarna (48 einingar) og grunnnámi heilbrigðisgreina (61 eining). Nemendur verða að fylgja uppbyggingu námsins í sérgreinum og ljúka tilskildum undanförum hvers áfanga. 

  • 1.8 Moodle (kennslu – og samskiptaforrit)

   Öll námsgögn og samskipti milli kennara og nemenda fara fram í kennslu- og samskiptaforritinu Moodle. Mikilvægt er að nemendur fari reglulega inn á Moodle til að fylgjast með hverjum áfanga fyrir sig. Brýnt er að nemendur fylgist með tölvupósti daglega, allar upplýsingar frá skólanum eru sendar á Keilisnetföng nemenda.

  • 1.9 Tölvusamskipti

   Mikil áhersla er á tölvunotkun í Keili þar sem námsgögn og samskipti fara mikið fram í gegnum tölvur. Allir starfsmenn og nemendur Keilis eru beðnir um að hafa í huga að um tölvusamskipti gilda almennar kurteisisreglur.

 • 2 Námsmat

  Námsmat er mjög fjölbreytt og getur byggst á símati annars vegar eða lokaprófi hins vegar. Ef um lokapróf er að ræða eru þau í lok áfanga. Sjúkra- og upptökupróf eru haldin í kjölfarið. Ekki er gert ráð fyrir upplestrarfríi, heldur skulu nemendur nýta önnina jafnt til lærdóms og skipulagningar.

  Námsmat er ýmist skriflegt, munnlegt eða verklegt. Fer lengd prófa eftir efni og aðstæðum hverju sinni og er það kennari sem tekur ákvörðun um tímalengd prófa. Sama gildir um munnleg próf og verkleg, það er kennarans að ákveða með hvaða hætti hann prófar úr námsefninu. Prófafyrirkomulag skal þó liggja fyrir í upphafi annar í námsskeiðslýsingu en kennari hefur vald til að breyta prófafyrirkomulagi telji hann ríka ástæðu til.

  Ef um lokapróf er að ræða eru þau haldin hjá Keili eða öðrum viðurkenndum próftökustöðum. Yfirsetufólk er til staðar sem og prófstjóri. Kennari er ýmist á staðnum eða til taks í síma. 

  • 2.1 Próftökuréttur

   Nemendur skulu hafa náð 5 í verkefnaeinkunn í bóklegum áföngum og 7 í verklegum áföngum og hafa virt mætingaskyldu til þess að öðlast próftökurétt. Ef nemandi nær ekki tilskyldri lágmarkseinkunn þá telst hann fallinn á verkefnaeinkunn og telst því fallinn í áfanganum.

  • 2.2 Prófseinkunn

   Nemendur þurfa að ná 5,0 á lokaprófum í öllum bóklegum áföngum og 7,0 í öllum verklegum áföngum.

  • 2.3 Endurgjöf á próf

   Próf eru eign skólans. Kennari auglýsir prófsýningu 3-4 vikum eftir próf. Nemendur senda tölvupóst á viðkomandi kennara og óska útskýringa í gegnum tölvupóst eða óska þess að fá að sjá prófið. Prófsýning fer fram í Keili á skrifstofutíma. 

  • 2.4 Sjúkrapróf

   Til að nemandi eigi kost á að taka sjúkrapróf verður hann að skrá sig á heimasíðu Keilis í síðasta lagi tveimur virkum dögum fyrir prófið. Til þess að veikindi í prófi séu tekin gild þarf að skila vottorði sem er dagsett innan þriggja daga frá prófdegi. Ekki er tekið mark á vottorði sem er dagsett eftir þann tíma.

  • 2.5 Upptökupróf

   Nemandi sem ekki nær lágmarkseinkunn á misserisprófi á rétt á að fara í upptökupróf (sjá kostnað í Gjaldskrá Keilis). Tilkynni nemandi ekki veikindi í prófi og skili ekki vottorði, er hann skráður með fall í áfanganum. Nemandi getur þó óskað eftir því að fara í upptökupróf.

   Til að nemandi eigi kost á því að taka upptökupróf verður hann að skrá sig á heimasíðu Keilis í síðasta lagi tveimur virkum dögum fyrir prófið. Ef greiðsla og skráning hefur ekki verið framkvæmd á réttum tíma er ekki gert ráð fyrir nemandanum í prófið.

  • 2.6 Fall á upptökuprófi

   Nemandi sem fellur á upptökuprófi eða sjúkraprófi getur sótt um að taka aukaupptöku­próf í lok skólaárs (maí). Eingöngu er hægt að sækja um að taka aukaupptökupróf í einu fagi standi það í vegi fyrir útskrift nemanda. (sjá kostnað í gjaldskrá).

  • 2.7 Prófgjöld

   Hér má sjá prófgjöld námsins veturinn 2018 - 2019

   Upptökupróf *

   kr. 6.000

   Aukaupptökupróf

   kr. 18.000


   * Greiða þarf gjald vegna upptökuprófs eigi síðar en tveimur dögum fyrir prófdag 

 • 3 Siðareglur

  Nemanda er með öllu óheimilt að veita þjónustu sem fótaaðgerðafræðingur. Verði skólinn uppvísa um slíkt og getur það varðað brottrekstur.

  Að öðru leiti er vísað í siðareglur í Skólanámskrá Keilis, þar sem einnig má finna upplýsingar um stefnu og starfshætti Keilis.

 • 4 Starfsfólk

  Hægt er að nálgast upplýsingar um starfsfólk Íþróttaakademíu Keilis 2020 - 2021 hérna. Starfsfólk skrifstofu og menntasviðs Keilis:            

  Scott Gribbon

  Yfirkennari

  scott.gribbon@keilir.net

  Arnar Hafsteinsson

  Forstöðumaður

  arnar@keilir.net

  Gísli Torfason

  Tölvudeild

  gisli@keilir.net

  Anna María Sigurðardóttir

  Menntasvið

  annamaria@keilir.net

  Fjóla Þórdís Jónsdóttir 

  Menntasvið

  fjola@keilir.net

  Sigrún Svafa Ólafsdóttir 

  Menntasvið/kennsluráðgjafi

  sigrunsvafa@keilir.net

   

   

   

  Þóra Kristín Snjólfsdóttir

  Náms- og starfsráðgjafi

  thora@keilir.net

  Skúli Freyr Brynjólfsson

  Náms- og starfsráðgjafi

  skuli.b@keilir.net

  Venný Sigurðardóttir

  Þjónustufulltrúi

  venny@keilir.net