Námsframboð

ÍAK einkaþjálfun

ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi. Námið er viðurkennt af Menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og miðast við að skila nemendum tilbúnum til starfa við þjálfun.  Nám í einkaþjálfun er alls 180 feiningar en 80 feiningar sérgreinar einkaþjálfaranámsins eru kenndar hér í Keilir á tveimur önnum. Markmiðið með náminu er að skapa framúrskarandi einkaþjálfara sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á heilbrigði einstaklingsins og hæfni til að búa til einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir á sviði styrktar- og þolþjálfunar. 
 
ÍAK einkaþjálfaranámið er sniðið til að mæta þörfum ýmissa hópa; fólki sem vill starfa sem einkaþjálfarar, einkaþjálfurum sem vilja bæta við þekkingu sína, almenningi sem vill auka þekkingu á sviði þjálfunar og næringar og íþróttafræðingum sem vilja bæta við menntun sína á sviði þjálfunar, meiðslaforvarna og uppbyggingar eftir meiðsl.   
 

ÍAK styrktarþjálfun

Fagleg kennsla byggð á áratuga alþjóðlegri reynslu. Mikilvægur grunnur að árangri í flestum íþróttum er; styrkur, kraftur, hraði, úthald og líkamsskynjun ásamt fleiri þáttum líkamlegrar getu.  Íþróttaþjálfarar út um allan heim eru farnir að átta sig á nauðsyn þess að íþróttafólkið æfi þessa grunnþætti sem viðbót við tækniþjálfun sinnar íþróttar og eru styrktarþjálfarar starfandi hjá langflestum Bandarískum íþróttafélögum, háskólum og framhaldsskólum. Styrktarþjálfaranám Keilis tekur mið af styrktarþjálfara prógrammi NSCA í uppsetningu áfanga námsins.  

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

Thompson Rivers University í Kanada býður upp á nýtt og spennandi leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Íslandi (Adventure Sport Certificate) í samstarfi við Íþróttaakademíu Keilis. Um er að ræða 30 eininga, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur öðlast alþjóðleg réttindi til starfa við ævintýraleiðsögn og hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintrýaferðamennsku. 

Fótaaðgerðafræði

Keilir býður upp á nám í fótaaðgerðarfræði sem er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Nám í fótaaðgerðafræði er samtals 199 einingar og skiptist í 48 eininga nám í almennum kjarna, 61 eininga nám í heilbrigðisgreinum sem er sameiginlegt öðrum heilbrigðisstéttum, og 90 eininga nám í bóklegum og verklegum sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Sérnámið er skipulagt sem þriggja anna nám.

Stök námskeið

Keilir kappkostar við að bjóða uppá fjölbreytt stök námskeið fyrir þá sem veita ráðleggingar á sviði þjálfunar og næringar. Námskeiðin eru ýmist kennd af kennurum við ÍAK eða öðrum erlendum sem og íslenskum sérfræðingum.  Hægt er að skoða lista yfir námskeið sem hafa verið haldin á vegum Íþróttaakdemíu Keilis hér.