Inntökupróf í læknisfræði


Eina markmið námskeiðsins er að koma nemendum í gegn um inntökuprófin, hvort sem þeir eru á leið í læknisfræði eða sjúkraþjálfun.

Námskeiðið var fyrst haldið á vordögum árið 2003 og byggir á góðum grunni síðustu ára. Undanfarin ár hafa nemendur verið beðnir um að leggja á það dóm, í síðasta tíma námskeiðsins, hvort þeir teldu að námskeiðið hefði aukið líkur þeirra á að komast í gegnum inntökuprófið. Að meðaltali hefur þessi spurning fengið tæplega 10 í einkunn af 10 mögulegum. 

Allar fyrirspurnir sendist á inntokuprof@keilir.net

Tekið skal fram að námskeiðið er ekki á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands. 

 • Fyrirlestrar

  Allir fyrirlestrar eru í Skriðu - Sal Kennaraháskóla Íslands. Kennt er á morgnana frá kl. 8:15 – 10:15. Fyrirlesturinn 3. júní er tvöfaldur fyrirlestur og þá er kennt frá 8:15 – 12:15. 

  Kennsluáætlun 2019 er eftirfarandi:

  Dagsetning Námskeið
  24. maí Íslenska / Félagsfræði
  25. maí Efnafræði
  26. maí Efnafræði
  27. maí Efnafræði
  28. maí Líffræði
  29. maí Líffræði
  30. maí Líffræði
  31. maí Stærðfræði
  1. júní Stærðfræði / A-prófið
  2. júní Stærðfræði
  3. júní Eðlisfræði (tvöfaldur tími)
  4. júní Sálfræði / Siðfræði
  5. júní Engin kennsla
  6. júní Inntökupróf
  7. júní Inntökupróf
 • Dagskrá stoðtíma 2019

  Tímarnir eru á miðvikudögum frá 17:30-19:30 og fer öll kennsla fram í salnum í Skipholti 33. Kennarar námskeiðsins sjá um fyrirlestra, en læknanemar um stoðtíma. Dagskráin er birt hér, með fyrirvara um smávægilegar breytingar.

  9. janúar: Líffræði/Almennt um prófið

  Farið verður yfir efni NÁT103 (vítamín, efni líkamans, sveim, frumur, vefi, efnaskipti og orkubúskap, æxlun, flokkun og vistfræði). Seinni tíminn verður helgaður prófundirbúningi, formi prófsins og ýmsum atriðum því tengdu. Einnig verður farið yfir helstu áherslur A-prófsins. 

  16. janúar: Siðfræði/Almennt um prófið

  Farið er yfir mikilvæg siðfræðihugtök og hvernig best er að leysa siðfræðivandamál. Í seinni tímanum verður farið yfir helstu áherslur L-prófsins.

  23. janúar: Efnafræði

  Í fyrsta efnafræðistoðtímanum verður lögð megináhersla á lotukerfið, mólreikning og efnajöfnur. Þetta eru grunnatriði efnafræðinnar sem allir verða að hafa á hreinu. Eftir hlé verða 45 mínútur teknar í dæmareikning.

  30. janúar: Stærðfræði

  Farið verður yfir helstu atriði STÆ103 og STÆ203 (jöfnur, algebra og föll). Eftir hlé verða 45 mínútur teknar í dæmareikning.

  6. febrúar: Eðlisfræði

  Farið verður í grunnatriði í eðlisfræði og rætt um stærðir og einingar. Við byrjum á hreyfifræði, kraftfræði og farið verður í varðveislu orku og skriðþunga. Gott væri að prenta út formúlublað læknadeildar, til að hafa til hliðsjónar í dæmatímanum. 

  13. febrúar: Líffræði

  Farið verður yfir efni LÍF103, sem er stærsti hluti líffræðihluta prófsins (flutning yfir himnur, Na/K-dæluna, myndun boðspennu og lífeðlisfræði helstu líffærakerfa líkamans).

  20. febrúar: Efnafræði

  Í öðrum efnafræðistoðtíma vetrarins verður farið í varmafræði, jafnvægi í efnahvörfum, gasjöfnuna og að lokum skerpt á nokkrum lykilatriðum er varða rafefnafræðina.

  27. febrúar: Íslenska/Almennt um prófið (lesskilningur/almenn þekking)

  Farið verður yfir grunnatriði í íslenskri málfærni. Einnig verðar haldnir fyrirlestrar um lesskilning og almenna þekkingu. Gott væri ef nemendur tækju með sér Biblíu inntökuprófsins í tímann. Fyrirlestrar verða endurteknir utan dagskrár á vornámskeiði.

  6. mars: Stærðfræði/A-próf

  Í fyrri tímanum verður farið yfir helstu atriði STÆ103 (rúmfræði og hlutföll) og STÆ303 (hornaföll). Eftir hlé verður farið í aðalatriði A-prófsins.

  13. mars: Líffræði

  Erfðafræði. Förum yfir líkindareikning, samsætur, kjarnsýrur, stökkbreytingar, frumuskiptinguna og myndun prótína úr erfðaupplýsingunum. 

  20. mars: Eðlisfræði

  Farið verður í þrýsting, lögmál Arkimedesar, hringhreyfingu, ljósfræði og varmafræði.

  27. mars: Efnafræði

  Í þriðja og seinasta efnafræðitímanum verður lögð áhersla á sýru-og basajafnvægi og lífræna efnafræði. Farið verður yfir lykilatriði og helstu dæmatýpur.

  3. apríl: Stærðfræði

  Í fyrri tímanum verður farið yfir talningarfræði, heildun, deildun og markgildi. Eftir hlé verða 60 mínútur teknar í dæmareikning. 

 • Helstu spurningar

  Fyrirkomulag
  Námskeiðið hefst með vikulegum stoðtímum, frá janúar til apríl. Daglegir fyrirlestrar hefjast í lok maí og eru fram að prófi.

  Fimmtánda starfsárið
  Inntökupróf.is hefur verið með frá upphafi. Kennsluefnið hefur verið unnið jafnt og þétt, í takt við áherslur og spurningar fyrri inntökuprófa.

  Réttar áherslur
  Kennsluefnið er kyrfilega meitlað að áherslum læknadeildar. Það endurspeglar öll inntökuprófin frá fyrsta prófi árið 2003.

  Góðir kennarar
  Að námskeiðinu kemur breiður og vel menntaður hópur manna og kvenna: Doktorar, meistaranemar, útskrifaðir læknar og núverandi læknanemar.

  Fjöldi þátttakenda
  Fjöldi nemenda er takmarkaður og komast þeir fyrstir inn sem fyrstir skrá sig. Námskeiðsgjald er 72.000 kr. Forskráning fyrir árið 2020 er hafin.

 • Kennsluefni

  Biblía inntökuprófsins er tilbúin. Henni er dreift við skráningu, en hér má skoða efnisyfirlitið.

 • Kennarar

  Að námskeiðinu kemur breiður og vel menntaður hópur manna og kvenna: Doktorar, meistaranemar, útskrifaðir læknar og núverandi læknanemar.

  • Stærðfræði: Baldur Héðinsson

   Baldur er með doktorsgráðu frá Boston University. Hann hefur verið aðalkennari á undirbúningsnámskeiði fyrir A-prófin undanfarin þrjú ár.

  • Líffræði: Gísli Axelsson

   Gísli er að ljúka öðru ári í læknisfræði við Háskóla Íslands.

  • Efnafræði: Erla Þórisdóttir

   Erla er á þriðja ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur kennt á námskeiðinu frá 2014.

  • Eðlisfræði: Guðný Guðmundsdóttir

   Guðný kennir eðlisfræði á framhaldsskólastigi. Hún lauk BS.gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og MS gráðu í eðlisfræði þéttefnis frá Humbold háskóla í Berlín.

  • Sálfræði: Heiða Dóra Jónsdóttir

   Heiða er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur undanfarin ár kennt dæmatíma við deildina þar. 

  • Félagsfræði: Ásdís Arnalds

   Ásdís Arnalds er með MA gráðu í félagsfræði.

  • Íslenska: Iris Edda Nowenstein og Aðalbjörg Bragadóttir

   Iris Edda (kennir málfræði og heldur fyrirlestur um íslensku á A-prófi) hefur starfað sem aðstoðarkennari í nokkrum námskeiðum í íslensku og almennum málvísindum. 

   Aðalbjörg (kennir bókmenntir) er með MA gráðu í íslenskum bókmenntum og kennsluréttindi. Hún kennir íslensku við Menntaskólann að Laugarvatni og hefur starfað sem aðstoðarkennari í nokkrum námskeiðum við íslensku og menningardeild. 

  • Stoðtímar

   Gísli, Árný og Daníel eru aðstoðarkennarar í stoðtímum. Þau eru öll á fyrsta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. 

 • Áhugaverðir tenglar

 • Umsagnir og umfjöllun

  Umfjöllun Fréttablaðsins um námið frá 2014 [PDF]

  Námskeiðið er rosalega góður undirbúningur fyrir inntökuprófið. Mæli með því að allir sem ætla í prófið fari á námskeiðið! Algjör snilld!
  Guðríður Hlíf, M.B.

  Námskeiðið hefur verið nauðsynlegur þáttur í undirbúningi fyrir inntökuprófið. Að því kemur ólíkur hópur fólks sem gefur góða yfirsýn yfir áherslur prófsins og skerpir á aðalatriðunum. Takk fyrir mig!
  Kv. Gamall nemandi úr MH!

  Ég tók prófið í fyrra en fór ekki á námskeiðið. Mér gekk ágætlega en finn hvað ég er miklu betur undirbúin núna. Það er mikill metnaður lagður í námskeiðið og ég er fegin að hafa skráð mig!
  Nemandi úr Versló

  Námskeiðið hjálpaði mér mjög mikið við undirbúninginn fyrir prófið. Það hjálpar manni að skipuleggja sig seinustu dagana fyrir prófið og það er mjög gott að hafa aðgang að svona frábærum kennurum ef einhverjar spurningar vakna! Grænjaxlahandbókin er snilld!
  Auður Guðmundsdóttir

  Mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem hugsa sér að þreyta prófi! Góð kennsla og hjálplegt efni. Það er farið yfir allt það helsta sem þarf að kunna og ég er mjög sátt.
  Nafnlaus

  Metnaðarfullt námskeið. Jóhannes (umsjónarmaður) á mikið hrós skilið fyrir þetta góða framtak.
  Hannes Halldórsson, MR

  Hefði ekkert vitað hvað ég átti að læra án ykkar.
  Guðrún G.

  1. Æðislegt að sjá rétt svör við sýniprófinu á netinu.
  2. Mun betra að hafa stoðtíma um veturinn (heldur manni við efnið). Stór plús fyrir það!
  3. Gott að hafa smá söguglósur!
  Nafnlaus

  Þakka mikið fyrir mig.
  Anna Katrín Arnfinnsdóttir

  Mjög gott námskeið. Hjálpaði mér mikið og reddaði mér alveg í því efni sem ég var ekki nógu góður [í] fyrir og góð upprifjun á því sem ég kunni fyrir.
  Herbert Vilhjálmsson, FB

  Námskeiðið undirbýr mig í nær öllum fögum. Gott að fara í hvert fag ítarlega með kennara sem getur svarað spurningum um efnið.
  Sandra Dís

  Mjög gott námskeið, takk fyrir mig
  Katrín Ösp Jónasd.

  Vandað og vel uppsett námskeið sem ég mæli eindregið með fyrir hvern þann sem hyggst þreyta inntökuprófið fyrir lækninn eða sjúkraþjálfarann.
  Matthías Örn Halldórsson

  Frábærlega staðið að hlutunum, atvinnumenn bakvið þetta, virkilega sáttur með námskeiðið.
  Nafnlaus

  Hefur hjálpað mér mjög mikið í undirbúningnum og hjálpar mér að skipuleggja mig hvað ég á að læra og með hvaða áherslum.
  Elín Þóra

  Ég var mjög ánægð með námskeiðið. Gott að fá þessa fyrirlestra svo að maður vissi hvað maður ætti að leggja áherslu á. Þetta kom manni líka í gang á morgnana. Kennararnir voru líka góðir og það var þægilegt að fá svona dæmapakka.
  Nafnlaus

  Þetta námskeið er algjör snilld, og í raun nauðsyn fyrir alla þá sem hafa hug á að læra sjúkraþjálfun eða læknisfræði. Farið er ítarlega í alla hluta inntökuprófsins og líkur á því að komast inn í námið stóraukast ef farið er á námskeiðið. Mæli 100% með þessu!
  Elín Sólborg, F.Í.V.

  Mjög gott námskeið og fullkomlega virði peninganna. Námskeiðsgjaldið hljómar frekar mikið í fyrstu en þegar líður á fannst mér þetta vera vel virði þess.
  Ívar Elí, MR

  Ég er mjög ánægð með námskeiðið og finnst það hafa hjálpað mér mjög mikið við það að læra undir inntökuprófið. Námskeiðið gefur góða mynd af því hvað er best að leggja áherslur á við lærdóminn. Ég mæli eindregið með því að fara á námskeiðið því það er góður stuðningur við lærdóminn og heldur manni við efnið.
  Alma Rún Kristmannsdóttir, Fjölbrautaskóli Snæfellinga

  Virkilega gott og hjálplegt námskeið, mæli eindregið með því!
  Nafnlaus

  Frábær undirbúningur í alla staði.
  Nafnlaus

  Algjör snilld, ef maður hefði haft svona kennara í framhaldsskóla, þá væri þetta próf ekki erfitt.
  Einar Gauti Ólafsson, FÍV

  Námskeið sem nýtist ákaflega vel ef maður er duglegur að læra eftir það á daginn
  Nafnlaus

  Hjálpaði mér mikið við skipulagningu á námsefninu, forgangsröðun og fyrirlestrarnir eru frábærir.
  Kvennó!

  Ég ákvað að skrá mig á námskeiðið en ég mætti ekki í stoðtímana í vetur vegna þess að ég vildi einbeita mér að stúdentsprófunum fyrst. Fyrirlestrarnir hafa verið gagnlegir sem upprifjun fyrir
  efnafræði, íslensku og félagsfræði og til þess að læra sálfræði og siðfræði. Mjög gott að mæta frá 8 – 10 um morguninn yfir daginn.
  Steinunn Birna, MR

  Þeir sem sækja þetta námskeið hafa klárt forskot á hina sem gera það ekki.
  Andri H. Halls

  Umsjónarmaður hefur staðið sig einstaklega vel í að halda utan um námskeiðið, svarað tölvupósti og gert allt til að hjálpa okkur. Takk kærlega fyrir mig!
  Nafnlaus

  Mér finnst aðdáunarvert hversu vel Jóhannes hefur staðið sig og greinilegt að honum er ekki sama hvernig okkur gengur á prófinu. Ef eitthvað vantaði á síðuna var hann alltaf tilbúinn að redda því. Mjög aðgengilegur.
  Nafnlaus

  Eftir að hafa setið námskeiðið tel ég mig hafa ákveðið forskot á aðra fyrir prófið.
  Nafnlaus

  Námskeiðið var fullkomið að því leyti að það sýndi manni nákvæmlega hvað maður þyrfti að læra.
  A. Gabríel, Menntaskóli Borgarfjarðar

  Mjög flott námskeið, þó að ég ætli ekki inn fyrr en á næsta ári hjálpaði þetta mjög að rifja upp og sýna mér hverju ég á vona á og hvaða orrustur er sniðugt að velja þegar ég fer að undirbúa mig á næsta ári.
  Kári Ingason, Versló

  Frábært námskeið! Hefur hjálpað mér ótrúlega mikið á öllum sviðum. Mæli klárlega með því!
  Dagur Páll Friðriksson (Flensborg)

  Námskeiðið nýttist mér vel og líka handbókin með áherslunum. Fór í fyrra í prófið og þá ekki á námskeiðið og ekki með handbókina og var alveg úti á þekju. En núna eftir að hafa farið á námskeiðið er ég miklu betur stemd og undirbúin og veit við hverju má búast. Mæli alveg hiklaust með námskeiðinu.
  Nafnlaus

  Ég lærði helling á þessu námskeiði. Þetta er rosalega sniðugt. Takk fyrir mig.
  Sara Úlfars. (Flensborg)

  Þetta námskeið hjá ykkur er algjör snilld! Ef fólk vill virkilega komast inn í læknisfræði eða sjúkraþjálfun ætti það klárlega að fara á þetta námskeið. Ekki spurning!
  Birna Ósk Aradóttir, M.B.

  Ég er ánægð yfir því að hafa farið á námskeiðið og er 100% á því að það hafi hjálpað mér mikið. Ég mæli með því að þeir sem ætli sér að taka inntökuprófið fari á námskeiðið.
  Nafnlaus

  Námskeiðið hjálpaði mér við að koma mér af stað í lærdómnum og skipuleggja mig. Einnig getur maður séð hvað er nauðsynlegast að læra því það er erfitt að læra allt sem maður hefur lært á 4 árum á stuttum tíma.
  Sigríður Rósa, Menntaskólanum í Reykjavík

  Mér finnst námskeiðið hafa verið mjög leiðbeinandi fyrir skipulag á lærdómi fyrir prófið. Kennararnir fóru í öll helstu atriði og vargreinilega annt um að okkur gengi vel á prófinu.
  Katrín Þóra, Menntaskólanum í Reykjavík

  Mæli með þessu námskeiði. Áherslan [Áhersluheftið] viðheldur náminu heimafyrir og gerir nokkurs konar „plan“ fyrir mann sem hjálpar manni að viðhalda einbeitingu. Kennarar góðir, námsefnið gott og þetta námskeið undirbýr mann mjög vel fyrir þetta próf.
  Björgvin Magnússon, MR

  Frábært námskeið.
  Nafnlaus

  Þetta námskeið er frábært. Án þess hefði ég ekki haft minnstu hugmynd hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir inntökuprófið. Allar glósurnar og verkefnin sem fylgja námskeiðinu eru mjög góð og hef ég lítið þurft að nota mín eigin gögn. Námskeiðið hefur örugglega veitt þeim sem sóttu það forskot miðað við hina sem ekki gerðu.
  Nafnlaus

  Takk fyrir flott námskeið.
  Þórhildur E. Eiríksdóttir, Kvennó

  Frábært námskeið sem býr mann vel undir inntökuprófið. Mjög gott að hafa tímana á morgnana, dagurinn nýtist þannig mun betur.
  Margrét (MR)

  Flott námskeið, veitir gott aðhald (maður þarf að vakna á morgnana!) og mjög flott dæmasafn á netinu sem hægt er að æfa sig á. Takk fyrir mig.
  Nafnlaus

  Gott námskeið, frábærar glærur og hjálpa manni mikið við að halda utan um allan undirbúning fyrir prófið.
  Nafnlaus

  Námskeiðið er mjög mikilvægt því það gengur út á að hamra á þeim áherslum sem koma á sjálfu prófinu og þar eru skipuleggjendur námskeiðsins að gera góða hluti því þeir koma upplýsingum þannig vel til skila að það mætti halda að þeir sjálfir væru á leið í prófið! Takk fyrir mig!
  Nafnlaus

  Þegar allt kemur til alls þá var þetta mjög sniðugt og hjálplegt námskeið. Tímarnir fyrir prófið hjálpuðu mér að komast af stað með lærdóminn.
  Gunnar Bollason, MR

  Metnaðarfullt og flott námskeið. Stóðst allar væntingar og vel það
  – MR-ingur

  Gott námskeið, ánægð með hvað það er settur mikill metnaður í að reyna að finna spurningar t.d. af gömlum sýniprófum.
  Nafnlaus

  Mjög gott og metnaður lagður í námskeiðið!!
  Nafnlaus

  Frábært námskeið, hjálpaði mér þvílíkt. Fékk öll gögn og alla hjálp sem mig vantaði og ég hefði aldrei vitað allt efnið sem þurfti að læra ef það væri ekki fyrir námskeiðið. Skyldunámskeið fyrir fólk sem stefnir á inntökuprófið!
  Þorsteinn Þorsteinsson, Fjölbrautaskóli Garðabæjar

  Allt í allt frábært námskeið fyrir þetta svakalega próf.
  Ágústa Ebba Hjartardóttir, kem úr MR