Fagleg kennsla byggð á áratuga alþjóðlegri reynslu. Mikilvægur grunnur að árangri í flestum íþróttum er; styrkur, kraftur, hraði, úthald og líkamsskynjun ásamt fleiri þáttum líkamlegrar getu. Íþróttaþjálfarar út um allan heim eru farnir að átta sig á nauðsyn þess að íþróttafólkið æfi þessa grunnþætti sem viðbót við tækniþjálfun sinnar íþróttar og eru styrktarþjálfarar starfandi hjá langflestum Bandarískum íþróttafélögum, háskólum og framhaldsskólum. Styrktarþjálfaranám Keilis tekur mið af styrktarþjálfara prógrammi NSCA í uppsetningu áfanga námsins.
Thompson Rivers University í Kanada býður upp á nýtt og spennandi leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Íslandi (Adventure Sport Certificate) í samstarfi við Íþróttaakademíu Keilis. Um er að ræða 30 eininga, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur öðlast alþjóðleg réttindi til starfa við ævintýraleiðsögn og hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintrýaferðamennsku.
Keilir býður upp á nám í fótaaðgerðarfræði sem er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Nám í fótaaðgerðafræði er samtals 199 einingar og skiptist í 48 eininga nám í almennum kjarna, 61 eininga nám í heilbrigðisgreinum sem er sameiginlegt öðrum heilbrigðisstéttum, og 90 eininga nám í bóklegum og verklegum sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Sérnámið er skipulagt sem þriggja anna nám.