Harpa Rut Heiðarsdóttir

Einkaþjálfari í Kraftbrennzlunni á Selfossi

Harpa útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari vorið 2013.

„Ég ákvað að fara í einkaþjálfaranámið á Keili til að læra meira um hreyfingu og heilsu. Eftir að ég útskrifaðist þá langaði mig til að bera út boðskapinn, vera hvatning fyir aðra og þess vegna fór ég af stað með "like" síðu á facebook sem heitir "Heilræði & lífsstíll - Harpa Rut ÍAK Einkaþjálfari" og þar hef ég sett inn alls konar hugleiðingar og fróðleik. Einnig hef ég verið með námskeið á netinu sem snúast aðalega um að vera markmiðsstuðningur og að hvetja aðra áfram í að breyta og bæta lífsstílinn sinn til hins betra. Í janúar er ég með hóp í gangi sem heitir "Jákvæður janúar 2017" og nú þegar eru um þúsund manns þar inni! Þessi hópur mun síðan halda áfram út árið með mismunandi áherslur. Það eru allir velkomnir að vera með!

Einnig er ég þjálfari í Kraftbrennzlunni á Selfossi. Ég hef ekki verið að þjálfa í fullu starfi þar sem að ég vinn sem fangavörður á Litla Hrauni. Ég hef unnið við það starf í 7 ár og er lærður fangavörður. 

Ég hvet alla sem hafa einhvern áhuga á að læra meira um hreyfingu, heilsu og þjálfun að skrá sig í ÍAK einkaþjálfaranám.“

 • Tinna María Halldórsdóttir

  Icelandic Mountain Guides
 • Guðmundur F. Markússon

  Stofnandi Kind Adventure
 • Margrét Erla Sigríðardóttir

  Einkaþjálfari í heilsuræktinni Hress
 • Bergrún Helgadóttir

  Leiðsögumaður hjá Midgard Adventure
 • Harpa Rut Heiðarsdóttir

  Einkaþjálfari í Kraftbrennzlunni á Selfossi
 • Rúna Björg Sigurðardóttir

  Eigandi Metabolic á Akranesi
 • Agnes Eir Önundardóttir

  Einkaþjálfari í World Class
 • Hinrik Jóhannesson & Hjörtur Rósmann Ólafsson

  Leiðsögumenn hjá Arctic Adventures