Guðmundur F. Markússon

Stofnandi Kind Adventure

Guðmundur Fannar Markússon (Mummi) útskrifaðist úr Leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku 2014.

„Ári eftir að ég kláraði leiðsögunámið í ævintýraferðamennsku hjá Keili stofnaði ég ásamt unnustu minni, fyrirtækið Kind Adventure. Á sama tíma og við stofnum fyrirtækið erum við einnig að taka við búskap rétt austan við Kirkjubæjarklaustur sem telur um 350 ær. Okkar aðalástríða er fjallahjólamennska og því eru ferðirnar okkar að mestu leyti með fjallahjólaívafi en þó þannig að það henti breiðum hópi. Í fyrra (2016) ákváðum við að skipta hjólunum alfarið yfir í svokölluð Fatbike, en með þeim opnast ný tækifæri í vetrarhjólamennsku. 

Við bjóðum upp á allt frá stuttum tveggja tíma hjólaferðum í nágrenni Klausturs upp í dagsferðir þar sem farið er í hellaskoðun og hjólað, og síðast en ekki síst tveggja daga hjólaferð um Lakasvæðið þar sem gist er í eina nótt í notalegum fjallaskála. Þessar ferðir eru ævintýri líkast enda hefur svæðið hér í nágrenni Kirkjubæjarklausturs endalaust af fallegri náttúru og möguleikum til útivistar.“

 • Tinna María Halldórsdóttir

  Icelandic Mountain Guides
 • Guðmundur F. Markússon

  Stofnandi Kind Adventure
 • Margrét Erla Sigríðardóttir

  Einkaþjálfari í heilsuræktinni Hress
 • Bergrún Helgadóttir

  Leiðsögumaður hjá Midgard Adventure
 • Harpa Rut Heiðarsdóttir

  Einkaþjálfari í Kraftbrennzlunni á Selfossi
 • Rúna Björg Sigurðardóttir

  Eigandi Metabolic á Akranesi
 • Agnes Eir Önundardóttir

  Einkaþjálfari í World Class
 • Hinrik Jóhannesson & Hjörtur Rósmann Ólafsson

  Leiðsögumenn hjá Arctic Adventures