Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku hefst í ágúst 2021

Enn er hægt að sækja um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku sem hefst næst í ágúst 2021.

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku við Keili tekur einungis átta mánuði og snýst um þá hlið ferðamennskunnar sem er líkamlega krefjandi og ævintýraleg, líkt og flúðasiglingar, sjókajakróður, ísklifur og fjallamennsku svo fátt eitt sé nefnt. Hluti námsins er bóklegur og fer fram í fjarnámi með reglulegum staðlotum, en hinn hlutinn er verknám sem fer fram víðs vegar um náttúru Íslands. 

Námið er á háskólastigi og er unnið í samstarfi við Thompson Rivers háskólann í Kanada, en skólinn er einn sá virtasti í heiminum í dag í sérhæfðu námi í ævintýra- og afþreyingarferðaþjónustu. Allar einingar námsins eru matshæfar í framhaldsnám innan TRU á sviði ævintýraferðamennsku fyrir þá sem hyggja á áframhaldandi nám.

Umsækendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Veittar eru undanþágur í ákveðnum tilvikum en krafa er gerð um að umsækendur hafi lokið minnst helming eininga til stúdentsprófs. Við mat á inntöku mun Keilir meta allar umsóknir eftir menntun, fyrri reynslu og útkomu úr inntökuviðtölum. Þar sem um er að ræða grunnám í ævintýraleiðsögn er ekki gerð krafa um fyrri reynslu af fjallamennsku eða vatnasporti.

Við hvetjum áhugasama til þess að sækja um, sé eitthvað óskýrt má alltaf hafa samband

Sækja um