Opið fyrir umsóknir fyrir haust 2021

Við Heilsuakademíuna er opið fyrir umsóknir í ÍAK einkaþjálfaranám, ÍAK styrktarþjálfaranám, NPTC einkaþjálfaranám á ensku, Leiðsögunám í Ævintýraferðamennsku og nám í Fótaaðgerðafræði.

ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranám sem í boði er á Íslandi. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og skiptist í kjarna, heilbrigðisgreinar og sérgreinar einkaþjálfunar. Um er að ræða fullt nám þar sem bókleg kennsla fer að mestu leiti fram í fjarnámi og verkleg kennsla fer fram í staðlotum. Staðlotur eru 3-4 á haustönn og 7 á vorönn.

Þeim sem vantar upp á allt að 20 framhaldsskólaeiningar stendur til boða að taka ÍAK einkaþjálfun með undirbúning. Þar er hægt að sækja undirbúningsáfanga í Opnum framhaldsskólaáföngum í sumar og hefja nám í ÍAK einkaþjálfun í framhaldinu. Þeir sem hyggjast nýta sér þennan kost þurfa að sækja um snemma þar sem nægur tími þarf að gefast til að ljúka áföngum áður en nám hefst í haust.

Umsóknarfrestur til 15. maí 2021

Spyrjast fyrir um ÍAK einkaþjálfaranám

 

ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar. Nemendur útskrifast með viðurkenningu sem ÍAK styrktarþjálfarar.

Umsóknarfrestur til 15. maí 2021

Spyrjast fyrir um ÍAK styrktarþjálfaranám

 

NPTC (Nordic Personal Trainer Certificate) er einkaþjálfaranám á ensku í fullu fjarnámi á vegum. Það hentar þannig bæði erlendum nemendum sem og þeim sem vilja stunda einkaþjálfaranám samhliða vinnu. Námið er vottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins (Level 4 Personal Trainer) og útskrifaðir geta skráð sig í EREPS (European Register of Exercise Professionals) gagnagrunn stofnunarinnar. En námið er það fyrsta sinnar tegundar til að hljóta slíka vottun.

Umsóknarfrestur 13. apríl og 1. júní

Spyrjast fyrir um NPTC einkaþjálfaranám

 

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku er 60 ECTS, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku.

Umsóknarfrestur til 15. júní 2021

Spyrjast fyrir um Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

 

Fótaaðgerðafræðinámið er hið eina sinna tegundar á Íslandi. Bóklegur hluti námsins fer fram í fjarnámi en staðlotur eru haldnar í aðalbyggingu Keilis í Reykjanesbæ. Keilir bauð í fyrsta sinn upp á námið vorið 2017 en þá hófu tíu nemendur nám í faginu, hefur þeim farið ört fjölgandi allar göngur síðan. Námið mótar mikla atvinnumöguleika um allt land og hafa útskrifaðir nemendur bæði hafið störf á nústarfandi stofum og stofnað sínar eigin.

Umsóknarfrestur til 14. júní 2021

Spyrjast fyrir um nám í fótaaðgerðafræði