Nýr forstöðumaður Heilsuakademíu

Elvar Smári Sævarsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Heilsuakademíunnar. Elvar tekur við af Arnari Hafsteinssyni sem gegndi stöðunni frá árinu 2012. Hann fer þó ekki langt en Arnar hefur tekið við stöðu verkefnastjóra þróunarmála við Þróunar- og markaðssvið Keilis.

Elvar nam íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands hvaðan hann lauk bakkalár-, meistara- og doktorsnámi ásamt námi í sjúkranuddi við Canadian College of Massage and Hydrotherapy. Hann býr að tuttugu ára reynslu sem kennari á grunn-, framhalds- og háskólastigi og hefur því til viðbótar starfað sem hóptímakennari og einkaþjálfari í heilsuræktarstöðvum.

Við bjóðum Elvar hjartanlega velkominn og hlökkum til samstarfsins.