Rýmri inntökuskilyrði í ÍAK einkaþjálfaranám

ÍAK einkaþjálfaranám er það ítarlegasta sem er í boði á Íslandi, það er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og vottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins.

Námið er í heild 180 feiningar en 80 feiningar sérgreinar einkaþjálfaranámsins eru kenndar hér í Keili á tveimur önnum. Að námi loknu öðlast útskriftarnemendur viðurkenninguna ÍAK Einkaþjálfari frá Heilsuakademíunni.

Umsækjendur sem hafa lokið heilsu- eða íþróttatengdu námi á framhaldsskólastigi (stúdentsprófi af íþróttabraut, sjúkraliðanámi, sjúkraþjálfaranámi, íþróttafræði, hjúkrunarfræði, heilsunuddbraut, grunnnámi heilbrigðisgreina) eða úr sambærilegum greinum á framhalds- eða háskólastigi uppfylla inntökuskilyrði í ÍAK einkaþjálfaranám Keilis. 

Þeir sem uppfylla ekki ofangreint skilyrði þurfa að ljúka að mestu námi í kjarna og heilbrigðisgreinum áður en nám hefst í sérgreinum einkaþjálfunar. Hægt er að taka einstaka forkröfuáfanga í fjarnámi á Hlaðborði Keilis

Eina einkaþjálfaranám á Íslandi viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og vottað af EuropeActive

ÍAK einkaþjálfaranámið er það ítarlegasta sem er í boði á Íslandi og hafa nú um 800 nemendur lokið náminu. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og miðast við að skila nemendum tilbúnum til starfa við þjálfun og því er mikil áhersla lögð á að tengja fræðina við verklega kennslu og atvinnulífið. Þá er námið vottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins og fá útskrifaðir ÍAK einkaþjálfarar skráningu í EREPS gagnagrunn stofnunarinnar. 

Frekari upplýsingar um ÍAK einkaþjálfaranám


Tengt efni