Fara í efni

Vinnuverndarstarf á skrifstofu

Skrifstofa stór.png

Á námskeiðinu er farið er yfir vinnuverndarstarf sem á að fara fram á öllum vinnustöðum. Fjallað er um áhættumat á skrifstofum og farið er yfir fimm megin svið þess. Mest áhersla er lögð á líkamsbeitingu við tölvuvinnu og umhverfisþætti s.s. inniloft og loftræstingu, hita, hávaða og lýsingu. Hvað er gott og aðlaðandi vinnuumhverfi? Gildi heilsueflingar, hlé- og styrktaræfinga skipta miklu máli í vinnu. Einnig er fjallað um andlegt og félagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni. Kynnt er stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni. 

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Viku áður en námskeið hefst fá nemendur sent námsefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu eða fjarkennslu í Teams. Í fjarkennslu fer kennarinn yfir efnið svo eru umræður og spurningar. 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum starfsmönnum skrifstofa. 

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. á Teams fundi eða í kennslustofu.

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega í gegnum fjarfundarbúnað. Einnig er hægt að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við.

Verð og nánari upplýsingar

Námskeiðið kostar 14.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst.

Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst

Fyrirtækjaskráning Einstaklingsskráning