Fara í efni

Vinnuslys

Vinnuslys stór.png

Hvað er vinnuslys, óhapp og næstum því slys? Hvaða vinnuslys á að skrá innanhúss og hvaða vinnuslys á að tilkynna Vinnueftirlitinu? Hvers vegna er mikilvægt er að skrá vinnuslys skipulega og miðla upplýsingum um þau?

Fjallað er um orsakir og tíðni vinnuslysa og helstu forvarnir til að koma í veg fyrir þau. Hugmyndafræði „Safety 2“ er kynnt stuttlega en það er ný nálgun á því hvernig má koma í veg fyrir vinnuslys. Nemendur gera hópverkefni og greina orsakir vinnuslysa.

Uppbygging

Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu eða taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Nemendur mæta undirbúnir til kennslu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og verkefni.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk allra vinnustaða sem vilja reyna að koma í veg fyrir vinnuslys og bæta hjá sér vinnuumhverfið.

Ávinningur

Aukin þekking á vinnuslysum og góður möguleiki á að koma í veg fyrir þau eða fækka þeim. 

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað ásamt tveggja klukkustunda kennslu á Teams fjarfundarbúnaði. 

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett. 

Verð og nánari upplýsingar

Námskeiðið kostar 16.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst. 

Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst

Fyrirtækjaskráning     Einstaklingsskráning