Fara í efni

Skipskrananámskeið

skipakrana.png

Vinnuverndarskóli Íslands heldur námskeið um uppbyggingu og notkun skipskrana. Það þarf ekki réttindi til að stjórna krönum um borð í skipum eins og þarf til að stjórna flestum krönum í landi. Vinnuverndarskólinn mun bjóða upp á sambærilegt námskeið fyrir skipskrana eins og boðið er fyrir krana í landi. Vinnuverndarskólinn heldur reglulega námskeið um alla krana sem eru réttindaskyldir á Íslandi.

Við gerð námskeiðsins var m.a. stuðst við norska staðla og kröfur. Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna las námskeiðið yfir og kom með margar góðar ábendingar. Fulltrúar Samgöngustofu lásu námskeiðið yfir, bentu á efni og komu með góðar ábendingar og tillögur. Vinnuverndarskólinn færir Samgöngustofu og Hilmari bestu þakkir fyrir aðstoðina.

Fyrirkomulag

Námskeið um skipskrana skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hluti fjallar um lög og reglugerðir sem tengjast öryggismálum skipskrana. Annar hluti fjallar um vinnuverndarstarf og öryggismál um borð í skipum. Þriðji hluti fjallar m.a. um víra í krönum, ásláttarbúnað, eðlisfræði, uppbyggingu og notkun skipskrana o.fl.

Námskeiðið fer að öllu leyti fram í fjarnámi. Nemendur horfa og hlusta á stutta fyrirlestra og taka svo jafnóðum krossapróf úr efninu. Reikna má með að það taki um 4 klst. að klára námskeiðið en hver og einn fer í gegnum efnið á sínum hraða.

Til að standast krossapróf, halda áfram á námskeiðinu og ljúka því þarf að svara a.m.k. 80% af hverju prófi rétt. Nemendur fá 3 tilraunir til að ná hverju prófi. Við hverri spurningu eru 3 möguleg svör en aðeins eitt svar er rétt. Á námskeiðinu eru samtals 60 spurningar.

  • Námskeiðið fer fram í fjarnámi
  • Þátttakendur geta byrjað á námskeiðinu þegar þeir vilja
  • Þátttakendur geta lært þegar þeir vilja
  • Þátttakendur geta horft á efnið eins oft og þeir vilja
  • Þátttakendur fá skírteini frá Vinnuverndarskóla Íslands

 

Uppbygging námskeiðisns

  1. Kynning á námskeiði um skipskrana
    Lög og reglugerðir
    Skoðun skipskrana
    Krossapróf, 10 spurningar
  2. Vinnuverndarstarf
    Áhættumat
    Skráning og tilkynning slysa
    Helstu orsakaþættir vinnuslysa
    Forvarnir vegna vinnuslysa
    Persónuhlífar
    Krossapróf, 10 spurningar
  3. Eðlisfræði skipskrana
    Vökvafræði
    Stjórnbúnaður skipskrana
    Vírar í krönum
    Uppbygging skipskrana
    Notkun skipskrana
    Ásláttarbúnaður
    Fiskikör og vörubretti
    Að hífa fólk með krana og merkjakerfi við kranastjórn
    Krossapróf, 40 spurningar 

Verð og nánari upplýsingar

Verð á bóklegu námskeiði fyrir einstakling er 24.900 kr. en námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir hópa frá sama fyrirtæki. Boðið er upp á afslátt fyrir stærri hópa. Hægt er að sníða uppbyggingu námskeiðsins að þörfum hvers fyrirtækis eftir frekara samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Bjartmar Steinn verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið.

Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst