Fara í efni

Öryggi í vöruhúsum

oryggivoruhusum.png

Á námskeiðinu er fjallað um vinnuverndarstarf, öryggismál, áhættumat, skráningu og tilkynningu slysa í vöruhúsum o.fl. Hvaða slys eru algengust í vöruhúsum og hverning má koma í veg fyrir þau? Hvernig er hægt að minnka líkamlegt álag? Hvernig öryggismenning er byggð upp og haldið við?

Námskeiðið getur verið í fullu fjarnámi eða í fjarfundi gegnum Teams. Í fullu fjarnámi horfa þátttakendur á stutta fyrlestra og svara spruningum úr þeim. Það er ekki hægt að halda áfram á námskeiðinu nema að ná að a.m.k. 80% árangri í hverju verkefni.

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Viku áður en námskeið hefst fá þátttakendur senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í fjarkennslu í Teams. Í fjarkennslunni byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og verkefni. Kennslan byggist upp á fyrirlestri, myndum og spurningum. 

Námskeiðið skiptist í 12 kafla

  1. Kynning, lög og reglugerðir
  2. Vinnuverndarstarf
  3. Áhættumat í vöruhúsum
  4. Skráning og tilkynning vinnuslysa
  5. Helstu forvarnir vegna vinnuslysa í vöruhúsum
  6. Að vinna á og kringum lyftara
  7. Vinnuumhverfi vöruhúsa
  8. Vörubretti og plöstunarvélar
  9. Vinna í hæð – Fallvarnir- tínslutæki
  10. Líkamsbeiting
  11. Hættuleg efni
  12. Öryggismenning 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Alla sem vinna í vöruhúsum. 

Ávinningur

Þátttakendur öðlast aukna þekkingu á vinnuverndarmálum og hverig má fækka slysum og óhöppum í vöruhúsum, læra um góða umgengni á vinnustað og meðferð á vöru. Þátttakendur fá innsýn í hvernig má byggja upp góða öryggismenningu.  

Lengd

3 klst. í Teams eða fullu fjarnámi.

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega í fjarnámi. Einnig er hægt að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi. 

Verð og nánari upplýsingar

Verð fer eftir fjölda þátttakenda. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum í kennslustofu eða Teams. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið.