Fara í efni

Óréttindaskyld lyftitæki

ekkirettindi.png

Það eru til margar gerðir lítilla lyftara og tínslutækja sem eru ekki réttindaskyldar vinnuvélar eins og hefðbundnir lyftarar. Tækin eru skráð og skoðuð árlega af Vinnueftirlitinu, þau eru í skráningarflokkum S og V. Því miður hafa slys verið algeng við notkun þessara tækja. Hættan af þessum tækjum er oft vanmetin vegna þess að þau eru minni og léttari en hefðbundnar vinnuvélar. Tækin eru þyngri en fólk heldur og hreyfast hratt, því geta þau verið mjög hættuleg.

Vinnuverndarskóli Íslands kennir Grunnnámskeið vinnuvéla sem veitir réttindi á allar stærðir og gerðir vinnuvéla í landinu. Skólinn hefur ákveðið að bjóða bóklegt námskeið um litlar vinnuvélar sem eru ekki réttindaskyldar. Farið er yfir lög og reglur sem gilda um þessi tæki, kennt er um uppbyggingu tækjanna, hvernig á að nota þau og umgangast. Einnig er kennt um rafgeyma, hleðsluklefa, vörubretti og plöstunarvélar. Að lokum eru sett fram viðmið um hvernig er gott að haga verklegri kennslu á þessi tæki. Námskeiðið var unnið í samstarfi við Guðmund Oddgeirsson öryggisstjóra hjá Hýsingu.

Uppbygging

  1. Kynning, lög og reglur
  2. Uppbygging mismunandi lyftara sem eru ekki réttindaskyldir
  3. Notkun lyftara sem eru ekki réttindaskyldir
  4. Uppbygging tínslutækja sem eru ekki réttindaskyld
  5. Notkun tínslutækja sem eru ekki réttindaskyld
  6. Rafgeymar og hleðsluklefar
  7. Meðferð og notkun á vörubrettum o.fl.
    Viðauki: Viðmið vegna þjálfunar á tæki sem eru ekki réttindaskyld 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Alla sem vinna á vinnuvélum sem eru ekki réttindaskyldar og þá sem umgangast slíkar vélar.

Ávinningur

Aukin þekking á vinnuvélum sem eru ekki réttindaskyldar, uppbyggingu þeirra og notkun. Góður möguleiki á að fækka slysum og óhöppum. Betri þekking og meðferð á tækjunum og vöru sem er meðhöndluð.  

Lengd

2 klst. í fullu fjarnámi eða í fjarkennslu gegnum Teams. 

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega í fjarnámi. Einnig er hægt að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi.

Verð og nánari upplýsingar

Námskeiðið er hugsað fyrir hópa og verð ræðst af fjölda þátttakenda. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið.