Fara í efni

Vinna í hæð - Fallvarnir

Vinna í hæð stór stór.png

Hvað er vinna í hæð? Hvenær á að hefja undirbúning fyrir vinnu í hæð?

Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum fjölda leiða sem hægt er að nota til að koma í veg fyrir fall úr hæð. Meðal annars er fjallað um frágang vinnupalla, notkun mannkarfa á vinnuvélum, skæralyftur, körfukrana, stiga, öryggisbelti og línu o.fl. Fjallað verður ítarlega um nýlega reglugerð um röraverkpalla (2018). Hægt er að fá námskeiðið metið sem hluta af námskeiði um röraverkpalla.

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Viku áður en námskeið hefst fá þátttakendur senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í fjarkennslu í Teams. Í fjarkennslunni byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og verkefni. Kennslan byggist upp á fyrirlestri, myndum og spurningum. 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Alla sem þurfa að vinna í hæð eða eru að skipuleggja vinnu í hæð.

Ávinningur

Aukin þekking á fallvörnum og meiri líkur á að koma í veg fyrir fallslys úr hæð.

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað ásamt tveggja klukkustunda kennslu á Teams fjarfundarbúnaði.

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega í gegnum fjarfundarbúnað. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett.

Verð og nánari upplýsingar

Námskeiðið kostar 14.900 kr. á mann. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið.

Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst

Fyrirtækjaskráning Einstaklingsskráning