Fara í efni

Einelti og áreitni á vinnustað - stefna og viðbragðsáætlun.

Einelti og áreitni stór.png

Hvernig er þitt fyrirtæki í stakk búið til þess að takast á við einelti og áreitni á vinnustað? Er viðbragðsáætlun til staðar? Hvar er hana að finna? Þekkja stjórnendur og starfsfólk rétt viðbrögð komi slík tilfelli upp?

Á námskeiði Vinnuverndarskóla Íslands um einelti og áreitni, stefnu og viðbragðsáætlun er meðal annars fjallað um:

  • Hvernig einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi eru skilgreind
  • Hvað vinnustaðir geti gert til þess að draga úr líkum á einelti og áreitni
  • Skyldur vinnustaða við gerð sálfélagslegs áhættumats
  • Mikilvægi þess að taka markvisst á slíkum málum, komi þau upp

Nemendur vinna verkefni um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni á vinnustað.

Athugið verið er að uppfæra námskeiðið og verður tilbúið til kennslu í janúar 2022.

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Áður en nemendur mæta til kennslu, hvort sem er í fjarkennslu eða kennslustofu, fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér. Í kennslu byrjar kennarinn á að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru unnin verkefni og tækifæri gefst til spurninga og samtals. Fjarkennsla fer fram í gegnum forritið Microsoft Teams.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir starfsfólk meðalstórra og stærri fyrirtækja (a.m.k. 10 starfsmenn og fleiri) en allir sem hafa áhuga á efninu eru velkomnir.

Ávinningur

Meiri þekking á einelti og áreitni og tengslum þess við vinnuumhverfi og vinnuskipulag.  

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu. 

Dagsetningar

Námskeiðið verður kennt í 100% netnámi þar sem hver og einn getur stjórnað tímasetningum og hraða námsins. 

Verð og nánari upplýsingar

Námskeiðið kostar 14.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

Nánari upplýsingar veitir Bjartmar Steinn, verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu. 

Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst

Fyrirtækjaskráning