Fara í efni

Vinnuverndarnámskeið fyrir stjórnendur

Farið er yfir ábyrgð og skyldur stjórnenda varðandi það að gæta fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 eru kynnt og helstu reglugerðir sem falla undir þau.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, s.s. áhættumat, hávaða, lýsingu, inniloft, efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, vinnuslys og slysavarnir. Sérstaklega verður fjallað um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni.   

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir til kennslu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og gerð stutt verkefni.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Alla stjórnendur fyrirtækja og stofnanna.                                                                                  

Ávinningur

Aukin þekking á ábyrgð og skyldum stjórnenda varðandi vinnu og vinnuumhverfi. Þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið. Góður möguleiki á að fækka slysum og veikindadögum og stuðla þannig almennt að betri líðan starfsfólks.

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega, bæði í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ og í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 í Reykjavík. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar væntanleg námskeið hafa verið dagsett. Næstu námskeið eru sem hér segir:

  • Þriðjudaginn 23. mars klukkan 13-15 í fjarnámi

Verð, nánari upplýsingar og skráning

Námskeiðið kostar 11.900 kr. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu. 

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu.