Fara í efni

ÍAK styrkatarþjálfaranám hefst í byrjun janúar

ÍAK styrktarþjálfaranám Keilis hefst í janúar. ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar. Nemendur útskrifast með viðurkenningu sem ÍAK styrktarþjálfarar.

Námið hefst í janúar 2020 og er opið fyrir umsækjendur með viðeigandi grunnmenntun, þar með talið ÍAK einkaþjálfarar, íþróttafræðingar, sjúkraþjálfarar og aðrir með viðeigandi grunnmenntun.

ÍAK styrktarþjálfaranámið er sniðið til að mæta þörfum fólks með haldgóða þekkingu á íþrótta- og þjálfarafræðum og vilja bæta við þekkingu sína til að geta unnið einstaklingsmiðað með styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna. Námskeiðið nýtist einnig íþróttamönnum sem vilja ná hámarksárangri í sinni íþrótt.

Upplýsingar veitir Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis í síma 578 4000 eða á netfangið arnar@keilir.net.

Nánari upplýsingar og umsókn um námið