Fara í efni

Undirbúningsnámskeið fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ

Keilir býður upp á vinsælt námskeið sem gengur út á undirbúa þátttakendur fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ fyrir læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Námskeiðið var fyrst haldið á vordögum árið 2003 og byggir því á sterkum grunni síðustu ára. Námsefnið er uppfært á hverju ári.

Undanfarin ár hafa nemendur verið beðnir um að leggja á það dóm, í síðasta tíma námskeiðsins, hvort þeir teldu að námskeiðið hefði aukið líkur þeirra á að komast í gegnum inntökuprófið. Að meðaltali hefur þessi spurning fengið tæplega 10 í einkunn af 10 mögulegum. 

Kynningarfundir í Vinabæ

Við stöndum fyrir opnum kynningarfundum um undirbúningsnámskeiðið miðvikudaginn 8. september og þriðjudaginn 12. október. Kynningarnar fara fram kl. 17:30 í Vinabæ.

Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið

Við skráningu á námskeiðið er opnað fyrir rafrænan aðgang að mjög yfirgripsmiklu námsefni. Þeir sem greitt hafa fyrir námskeiðið fá ítarlega handbók námskeiðsins (Biblían). Í byrjun janúar 2022 hefjast fyrirlestrar og stoðtímar sem fara fram vikulega fram í miðjan apríl. Að loknum stúdentsprófum í maí verður að auki fyrirlestrasyrpa um efni inntökuprófsins. 

Nánari upplýsingar námskeiðið, fyrirkomulag og kennara, sem og dagskrá fyrirlestra og stoðtíma má finna á heimasíðunni okkar. Einnig má hafa samband við okkur í síma 578 4000 og á inntokuprof@keilir.net

Þátttökugjald er 75.000 kr. Innifalið er aðgangur að bæði fyrirlestrum og stoðtímum, ásamt rafrænu kennsluefni og ítarlegri útprentaðri handbók. Tekið skal fram að námskeiðið er ekki á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands. Athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og skráningu