Fara í efni

Nýtt námskeið: Brúarkrananámskeið

Vinnuverndarskóli Íslands hefur nú bætt brúarkrananámskeiði við námsframboð sitt. Námskeiðið hefur þegar verið lagt fyrir yfir 200 starfsmenn Norðuráls með góðum árangri og er viðbót við Grunnnámskeið vinnuvéla sem veitir réttindi á allar réttindaskyldar vinnuvélar og hefur notið nokkurra vinsælda hjá skólanum.

Brúarkrani er ekki réttindaskyld vinnuvél en mörg fyrirtæki vilja að starfsfólk sitt hljóti fræðslu um þá áður en það hefur störf. Kranarnir geta sumir lyft yfir 200 tonnum og því ber að vanda verkin.

Allir hafa kost á að sækja bóklegt brúarkrananámskeið en það fer fram í fullu fjarnámi og geta nemendur hafið nám þegar þeim hentar. Þá geta þeir farið yfir námskeiðið á sínum hraða, skoðað efnið eins oft og þeir vilja og ljúka hverjum hluta með stuttu prófi. Að námskeiði loknu hljóta þátttakendur skírteini frá Vinnuverndarskóla Íslands en þeir sem vilja  fá stimpil í vinnuvélaskírteini sitt verða að hafa réttindi í einhverjum réttindaflokki vinnuvéla og taka verklegt próf hjá Vinnueftirlitinu.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands.

Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið