Fara í efni

Nýr verkefnastjóri Vinnuverndarskóla Íslands

Bjartmar Steinn tók fyrir skömmu við starfi verkefnastjóra Vinnuverndarskóla Íslands sem er hluti af Heilsuakademíu Keilis. Bjartmar er með B.Sc. gráðu í sálfræði, hefur lokið stjórnunarnámi frá Háskólanum á Bifröst, námi i jákvæðri sálfræði og stundar nú nám til kennsluréttinda. Vinnuverndarskólinn býður uppá ýmis námskeið tengd vinnuvélaréttindum og vinnuvernd og ber þar hæst Grunnnámskeið vinnuvéla sem veitir réttindi á allar tegundir vinnuvéla. Stefna Vinnuverndarskólans er að bjóða upp á námskeið í gegnum netið og því eru námskeiðin að mestu leyti óháð staðsetningu. Frekari upplýsingar um má finna á vinnuverndarskoli.is