Fara í efni

Nýr skóli á vegum Keilis með áherslu á vinnuvernd

Vinnuverndarskóli Íslands er nýr skóli á vegum Keilis. Skólinn býður upp á sveigjanlega og skilvirka vinnuverndarfræðslu sem lagar sig að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Leiðbeinendur búa yfir áralangri reynslu af vinnuverndarfræðslu og munu námskeiðin byggja á nýstárlegum kennsluháttum Keilis. 

Nemendur fá aðgang að öllu námsefni og kennslustundum rafrænt áður en námskeið hefst og koma því undirbúnir í vinnustofur sem gerir námið skilvirkara og hagkvæmara. Fá þeir þannig að njóta fyrsta flokks fræðslu sem mótuð er innan formlegs skólakerfis í nýstárlegu og notendavænu umhverfi.

Öll námskeið skólans byggjast upp á vendinámi, þar sem nemendur fá námskeiðsgögn send fyrirfram og undirbúa sig áður en þeir koma í kennslustofu. Með þessu fyrirkomulagi er komið á móts við þarfir fyrirtækja og fjarvera starfsfólks frá vinnustað er minni.

Forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands er Guðmundur Kjerúlf.

Yfirlit yfir framboð námskeiða Vinnuverndarskóla Íslands