Fara í efni

Laust starf verkefnastjóra Íþróttaakademíu Keilis

Íþróttaakademía Keilis óskar eftir því að ráða verkefnastjóra fyrir þjálfaranámsbrautir skólans (ÍAK einka- og styrktarþjálfun). Starfssvið verkefnastjóra eru dagleg samskipti við nemendur og kennara, yfirumsjón inntökuviðtala, utanumhald prófa, skipulag stundarskráa í samvinnu við forstöðumann, þróun og utanumhald námsskráar og þátttaka í þróunarverkefnum deildarinnar.

Hæfnis- og menntunarkröfur

  • Góð mannleg samskipti
  • Góð skipulagshæfni
  • Frumkvæði
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þekking og reynsla af skólastarfi
  • Góða þjónustulund 
  • Góð enskukunnátta er skilyrði 
  • Góða tölvukunnáttu og tilbúinn að bæta við sig þekkingu á nýrri tækni
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. kennslufræði og/eða verkefnastjórnun

Umsóknarfrestur er til 3. nóvember 2015 og óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast sendið umsókn um starf með ferilskrá á Arnar Hafsteinsson forstöðumann Íþróttaakademíu Keilis. Keilir leggur áherslu á jafnréttisstefnu í starfsemi skólans og hvetjum við því jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.