Fara í efni

Vinna með hættuleg efni

Á námskeiði um vinnu með hættuleg efni er fjallað um meðferð, leiðbeiningar, merkingar, umbúðir, notkun og geymslu efna. Farið er yfir öryggisblöð og hvernig megi nálgast þau ásamt mengunarmörkum og gildi góðrar loftræstingar. Þá er fjallað um notkun persónuhlífa og mikilvægi aðgengis að neyðarbúnaði vegna efnaslysa s.s. neyðarsturtu og augnskoli. Þá verður tölfræði efnaslysa könnuð.

Uppbygging

Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Viku áður en námskeið hefst fá nemendur senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu eða fjarkennslu í Teams. Í fjarkennslu fer kennarinn yfir efnið svo eru umræður og spurningar.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem vinna með eða í kringum hættuleg efni.

Lengd

Undirbúningur heima eða á vinnustað og 1 klst. á Teams fundi eða í kennslustofu.

Dagsetningar

Námskeiðið er haldið reglulega í fjarnámi. Einnig er hægt að halda námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki eftir nánara samkomulagi. Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningar þegar nýjum námskeiðum er bætt við.  Næstu námskeið eru sem hér segir:

  • Þriðjudaginn 23. febrúar 2021, kl.13-14 í fjarnámi

Verð, nánari upplýsingar og skráning

Námskeiðið kostar 11.900 kr. Innifalin eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Vinsamlegast smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þátttakendur á námskeiðið. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en kennsla hefst.

Skráning á námskeið