Fara í efni

Hæsta meðaleinkunn í sögu einkaþjálfaranáms Keilis

Wiktoria Marika Borowska var með hæstu meðaleinkunn í sögu námsins.
Wiktoria Marika Borowska var með hæstu meðaleinkunn í sögu námsins.
21 nemandi brautskráðist sem ÍAK einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis föstudaginn 14. ágúst og með útskriftinni hafa samtals 668 einstaklingar lokið einkaþjálfaranámi frá skólanum. 
  
Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og stýrði athöfninni, en vegna aðgangstakmarkanna var athöfnin send út í beinu streymi. Hægt er að nálgast upptöku af útskriftinni á YouTube rás Keilis. 
 
Arnar Hafsteinsson forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp. Wiktoria Marika Borowska fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur 9,83 í meðaleinkunn, sem er hæsta meðaleinkunn í sögu námsins. Hún fékk nuddbyssu frá Hreysti sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Magnús Jónsson Núpan flutti ræðu útskriftarnemenda fyrir hönd Íþróttaakademíu Keilis. 
 
ÍAK einkaþjálfaranám Keilis er eina einkaþjálfaranám á Íslandi sem er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og gæðavottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins (Level 4 Personal Trainer stofnunarinnar). Vottunin er gæðastimpill á því námi sem skólinn hefur boðið upp á undanfarin ár.
 
Myndir tók Oddgeir Karlsson