Fara í efni

Spennandi tækifæri fyrir nemendur sem stefna á ÍAK einkaþjálfaranám

Íþróttaakademía Keilis býður nemendum nú á vorönn upp á nýtt og spennandi tækifæri fyrir nemendur sem stefna á ÍAK einkaþjálfaranám.

Undirbúningur fyrir ÍAK einkaþjálfaranám verður í boði fyrir þá nemendur sem vantar fáa áfanga í viðbót til að uppfylla inntökuskilyrði í ÍAK einkaþjálfaranám. Þannig geta nemendur sótt undirbúningsáfanga í opnum framhaldsskólaáföngum til þess að bætt við sig allt að 30 framhaldsskólaeiningum í því skyni að uppfylla inntökuskilyrði ÍAK einkaþjálfaranáms.

Í opnum framhaldsskólaáföngum geta nemendur valið úr fjölbreyttu úrvali áfanga en hægt er að taka frá einum og upp í sex áfanga eftir því hversu margar einingar vantar upp á. Áfangarnir eru aðeins kenndir í fjarnámi og geta nemendur skráð sig og hafið nám hvenær sem þeim hentar.

ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranám sem í boði er á Íslandi, það er viðurkennt af Menntamálaráðuneytinu og vottað af Europe Active. Námið er sniðið til þess að mæta þörfum ýmissa hópa; fólki sem vill starfa sem einkaþjálfarar, einkaþjálfurum sem vilja bæta við þekkingu sína, almenningi sem vill öðlast þekkingu á sviði þjálfunar og næringar, íþróttafólki sem vill vera meðvitað um eigið líkamlegt hreysti, sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum sem vilja bæta við menntun sína á sviði sérhæfðrar þjálfunar.

Áhugasamir eru eindregið hvattir til þess að senda inn umsókn sem fyrst. Öllum umsóknum er svarað og allir umsækjendur sem koma til greina í námið eru kallaðir til viðtals. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til 5. janúar 2021

 

Frekari upplýsingar

Sækja um

Hafa samband