Fara í efni

Dagskrá Vinnuverndarskólans vorið 2021

Vorið 2021 mun Vinnuverndarskóli Íslands bjóða breitt úrval námskeiða á sviði vinnuverndar. Um er að ræða bæði opin fjarnámskeið sem nemendur geta hafið hvenær sem er og ástundað á eigin hraða sem og námskeið með vinnustofu sem bjóða upp á að dýpka skilninginn með lifandi umræðum og endurgjöf leiðbeinanda.

Á opnum fjarnámskeiðum geta nemendur skráð sig og hafið nám samdægurs. Allt efni er aðgengilegt um leið og hægt er að skoða það eins oft og hver og einn þarf. Árangur innan opinna námskeiða er iðulega mældur með stuttum krossaprófum sem ljúka þarf áður en haldið er áfram í næsta hluta efnisins. Til stendur að bæta námskeiðum um skipskrana og hafnarkrana við framboð opinna fjarnámskeiða á næstu misserum.

Vorið 2021 bjóðum við eftirfarandi opin námskeið:

Námsframboð Vinnuverndarskóla Íslands er í stöðugri þróun og fjölgar námskeiðum títt. Námsframboð okkar telur nú 15 námskeið með vinnustofum en bættust þrenn námskeið við nú um áramótin, voru það námskeið um hættuleg efni, um vinnu í lokuðu rými sem og námskeið um vinnuverndarstarf á skrifstofu.

Dagskrá vorsins má finna hér [PDF]

Yfirlitsbækling um námskeið Vinnuverndarskóla Íslands má finna hér [PDF]