Fara í efni

Dagskrá haustsins 2020

Dagskrá haustsins hjá Vinnuverndarskóla Íslands er nú tilbúin, en fyrirhugað er fjölbreytt úrval námskeiða fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Í því skyni að koma til móts við breyttar þarfir vegna COVID-19 heimsfaraldursins eru námskeið skólans nú í boði í fjarnámi eftir fremsta megni. Í þeim tilfellum þar sem fjarkennsla telst ekki fýsileg eða þörf er á að nemendur mæti í kennslustofu verður tveggja metra metra reglunni og öðrum smitvörnum samkv. ráðleggingum embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fylgt í hvívetna.

Öll námskeið Vinnuverndarskólans er hægt að halda fyrir fyrirtæki og stofnanir í kennslustofu eða fjarnámi eftir frekara samkomulagi. Þá er námsframboð skólans í stöðugri þróun en þeir sem vilja fá tilkynningar um ný námskeið eða fréttir úr starfinu geta skráð sig á póstlista skólans.