Fara í efni

Viltu mæta á ókeypis námskeið hjá ÍAK?

Dietmar Wolf
Dietmar Wolf

Íþróttaakademía Keilis gefur áhugasömum þjálfurum snemmbúna jólagjöf í ár. Við bjóðum þér á námskeið hjá Dietmar Wolf, landsliðsþjálfara norska landsliðsins í kraftlyftingum. Á námskeiðinu verður farið yfir álag í styrktarþjálfun (workload and intension) ásamt að fara ítarlega í tæknina í hnébeygju. Einka- og styrktarþjálfarar sem vilja færa þekkingu sína á hærra plan geta fengið jólagjöfina með því að skrá sig á námskeiðið hér.

Nánari upplýsingar veitir Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður ÍAK í síma 578 4052 eða 820 9090.

Verð: Núll krónur
Staður: Stóri salurinn í World Class kringlunni (gengið inn að neðanverðu)
Tímasetning: Laugardaginn 19. desember, kl 13:00 ? 16:00

Athugið að það er takmarkað pláss. Gleðileg jól.

ÍAK styrktarþjálfaranám Keilis

Enn er hægt að sækja um í ÍAK styrktarþjálfaranám hjá Keili sem hefst í janúar. Um er að ræða einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar. Nánari upplýsingar um námið má nálgast hér.