Fara í efni

Útskrift hjá ÍAK

Útskriftarhópur, forstöðumaður ÍAK og námsráðgjafi
Útskriftarhópur, forstöðumaður ÍAK og námsráðgjafi

Íþróttaakademía Keilis útskrifaði sex ÍAK einka- og styrktarþjálfara við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 15. janúar. Útskrifaðir voru fjórir einkaþjálfarar og tveir styrktarþjálfarar.

Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp. Þórunn Stella Hermannsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur með 9,25 í meðaleinkunn, en hún flutti einnig ræðu útskriftarnema fyrir hönd ÍAK. Fékk hún gjafir frá Sportvörum, Adidas og Eins og fætur toga.