Fara í efni

Tímabókanir hjá nemendum í fótaaðgerðafræði

Almenningi stendur til boða að bóka tíma hjá nemendum í fótaaðgerðafræði.

Fótaaðgerðafræði hefur verið kennd hjá Heilsuakademíu Keilis síðan vorið 2017 og hefur brautin verið á hraðri uppleið á þeim tíma. Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina og meðhöndla þau fótamein sem ekki krefjast sérhæfðari læknisfræðilegrar meðferðar. Þeir framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og halda sjúkraskrár samkvæmt lögum þar um. Einnig veita þeir leiðbeiningar varðandi heilbrigði fóta og þau úrræði sem heilbrigðiskerfið býður uppá þar að lútandi.

Meðal verkefna fótaaðgerðafræðinga við fótameinum má nefna:

  • Hreinsun á siggi og nöglum
  • Líkþornameðferð, vörtumeðferð og hlífðarmeðferð
  • Ráðleggingar varðandi fótaumhirðu með þau markmið að minnka verki, dreifa álagi og bæta göngulag
  • Útbúa spangir, hlífar, leppa og innleggssóla

Bóka má tíma hér eða með því að hringja í móttöku Keilis í síma 578 4000 (mán-fim 9-12 & 13-15, fös 9-12). Verði er haldið í algjöru lágmarki og eru teknar 2500 kr. fyrir tímann.