Fara í efni

Þjálfarabúðir með Robert Linkul og Mike Martino

Dr. Mike Martino kennir í þjálfarabúðum ÍAK
Dr. Mike Martino kennir í þjálfarabúðum ÍAK

Íþróttaakademía Keilis stendur fyrir þjálfarabúðum 4. - 5. maí næstkomandi ætlaðar einkaþjálfurum og áhugafólki um hámarksárangur í þjálfun. Leiðbeinendur á þjálfarabúðunum verða Bandaríkjamennirnir Dr. Mike Martino (CSCS) og Robert Linkul (MS, CSCS, NSCA-CPT). 

Robert Linkul var kosinn einkaþjálfari ársins 2012 hjá styrktar- og einkaþjálfarasamtökunum NSCA (National Strength and Conditioning Assosiation), en þann titil hljóta einungis þeir einkaþjálfarar sem hafa náð framúrskarandi árangri í starfi og lagt þyngstu lóðin á vogarskál iðnaðarins í heild. 

Dr. Mike Martino var valinn kennari ársins 2012 hjá styrktar- og einkaþjálfarasamtökunum NSCA (National Strength and Conditioning Assosiation). Mike hlaut viðurkenninguna fyrir framlag sitt til menntunarmála og að vera leiðandi í kennsluháttum í styrktarþjálfun og íþróttafræðum. En ekki síst fyrir að auka vegsemd fagsins í gegnum NSCA.

Ef þú vilt þokast á toppinn í starfi sem einkaþjálfari, þá ættir þú ekki að missa af þessum viðburði.

Verð fyrir báða dagana er einungis 34.900 kr. (20% afsláttur fyrir ÍAK einkaþjálfara). Nánari upplýsingar og skráning á þjálfarabúðirnar á heimasíðu Íþróttaakademíu Keilis.