Fara í efni

Terry Palechuk kennir snjóflóða- og skíðaáfanga í Leiðsögunámi Keilis

Terry Palechuk kennir áfanga um viðbrögð við snjóflóðum og nýjan áfanga í fjallaskíðamennsku í Leiðsögunámi Keilis og TRU í ævintýraferðamennsku. Námskeiðið í fjallaskíðamennsku hefst í þessari viku og fer fram á Tröllaskaga.
 
Terry hefur unnið við Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku (Adventure Guide Program) hjá Thompson Rivers University (TRU) í Kanada síðastliðin 17 ár og er bæði viðurkenndur göngu- og skíðaleiðsögumaður hjá ACMG (Association of Canadian Mountain Guides). Hann heldur skipuleggur og kennir áfanga í fjallaskíða-, göngu- og kanóferðum hjá TRU. Hann er virkur þátttakandi í fræðsluverkefnum í Kanada sem snúa að upplýsingum um rétt viðbrögð við snjóflóðum og situr í stjórn Avalanche Canada, ásamt því að leiða fræðslunefnd samtakanna.