Fara í efni

Styrktarþjálfaranámskeið með Dietmar Wolf

Íþróttaakademía Keilis býður upp á námskeið hjá Dietmar Wolf, landsliðsþjálfara norska landsliðsins í kraftlyftingum og kennara í styrktarþjálfaranámi ÍAK, þar sem farið verður yfir álag í styrktarþjálfun (workload and intension) og tækni í kraftlyftingargreinunum.

Frábært tækifæri fyrir einka- og styrktarþjálfara sem vilja færa þekkingu sína á hærra plan. Boðið verður upp á námskeiðið bæði á Akureyri og í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður ÍAK í síma 578 4052 eða 820 9090.

Verð: 5.000 kr.
Akureyri föstudaginn 9. desember: Salur Kraftlyftingafélags Akureyrar, Sunnuhlíð 12, kl. 16:00 - 19:00.
Reykjavík laugardaginn 10. desember - FULLT: Stóri salurinn í World Class Kringlunni (gengið inn að neðanverðu), kl 13:00 - 16:30.

Skráning á námskeiðið