Fara í efni

Staðlotur í Undirbúningsnámskeiði fyrir Inntökupróf Læknadeildar HÍ ganga vel

Staðlotur í Undibúningsnámskeiði fyrir Inntökupróf Læknadeildar Háskóla Íslands hófust aftur með hefðbundnum hætti þann 23. febrúar. Formleg dagskrá námskeiðsins hófst í janúar en vegna samkomutakmarkanna fór öll kennsla fram í gegnum fjarfundarbúnað fyrstu vikurnar. Staðloturnar eru nú haldnar í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík í fyrsta skipti þar sem húsnæðið sem hýst hefur námskeiðið hingað til var ekki lengur aðgengilegt. Einnig er fyrirlestrarnir nú í beinu streymi í fyrsta skipti og því geta allir sem hafa hug á því að undirbúa sig vel fyrir Inntökuprófið tekið þátt, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Námskeiðið hefur verið vel sótt undanfarin ár og nú eru yfir 300 þátttakendur skráðir til leiks.

Undirbúningsnámskeið var fyrst haldið á vordögum árið 2003. Kennsluefnið hefur verið unnið jafnt og þétt síðan þá, og kyrfilega meitlað í takt við áherslur og spurningar fyrri Inntökuprófa. Að námskeiðinu kemur breiður og öflugur hópur kennara.

Námskeiðinu má skipta í fjóra hluta:

  • Við skráningu fá þátttakendur aðgang að moodle kennslukerfinu sem inniheldur mikið magn af æfingaefni og upptökur af fyrirlestrum.
  • Handbók námskeiðsins, sem við köllum Biblíu Inntökuprófsins má nálgast í kynningarfyrirlestrum, stoðtímum og á skrifstofu Keilis. Mögulegt er að fá handbókina senda í pósti á kostnaðarverði (1700 kr) með því að senda tölvupóst á keilir@keilir.net.
  • Skipulögð dagskrá hefst í janúar með vikulegum stoðtímum sem standa fram í apríl. Stoðtímar skiptast í fyrri hluta og seinni hluta. Fyrri hlutinn er notaður í fyrirlestur og seinni hlutinn oftast í dæmatíma þar sem kennarar og læknanemar ganga um salinn og aðstoða við úrlausn verkefna. Fyrirlestar í stoðtímum hafa verið teknir upp og eru aðgengilegir nemendum á kennslukerfinu. Það er því ennþá opið fyrir skráningar á námskeiðið.
  • Vorfyrirlestrar hefjast svo í lok maí og standa fram að Inntökuprófi Læknadeildar HÍ.

Skráning Á NÁMSKEIÐ