Fara í efni

Skólasetning í fótaðagerðafræði

Nýnemadagur og skólasetning í fótaaðgerðafræðinámi Íþróttaakademíu Keilis verður kl. 10:00 mánudaginn 19. ágúst í aðalbyggingu Keilis. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. ágúst kl. 9:00.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. ágúst kl. 9:00.

Fullmannað í námið á haustönn 2019

Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina fótamein og meðhöndla þau fótamein, sem ekki krefjast sérstakrar læknisfræðilegrar meðferðar. Þeir ráðleggja um heilbrigði fóta, meðferð og forvarnir fótameina og þau úrræði sem finnast í heilbrigðiskerfinu þar að lútandi. Skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og halda sjúkraskrár samkvæmt lögum þar um. 

Nám í almennum kjarna og heilbrigðisgreinum taka 3 - 4 annir og er gert ráð fyrir því að nemendur hafi alla jafna lokið því námi áður en þeir hefja nám í sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Sérnámið er skipulagt sem þriggja anna nám og eru áfangarnir kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum og verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Nánari upplýsingar á heimasíðu námsins.