Fara í efni

Skemmtilegasta skólastofa landsins er landið sjálft

Frá námskeiði í straumvatnskajak
Frá námskeiði í straumvatnskajak
Langar þig að læra í skemmtilegustu skólastofu landsins? Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku er átta mánaða háskólanám þar sem helmingur námsins fer fram í náttúru Íslands.
 
Boðið er upp á námið í nánu samstarfi við Thompson Rivers University (TRU) í Kanada og útskrifast nemendur með alþjóðlega viðurkennt skírteini frá þeim (Adventure Sport Certificate). TRU er einn virtasti háskóli í heimi sem býður nám í ævintýraleiðsögn, en meðal útskrifaðra nemenda þeirra eru nokkrir íslenskir leiðsögumenn.
 

Námið er grunnur að helstu þáttum ævintýraferðamennsku og hentar þeim sem vilja:

  • Kynnast starfi ævintýraleiðsögumannsins
  • Bæta við þekkingu sína á ævintýraferðamennsku
  • Skoða möguleikann á að gera ævintýraleiðsögn að starfsframa
  • Fara í hlutfallslega stutt og hnitmiðað nám
  • Hafa möguleika á að fara í nám sem gefur möguleika að fá metið í framhaldsnám
Kennarar  koma bæði frá Íslandi og erlendis frá, en námið fer allt fram á ensku. Námið byggir að miklu leyti á vettvangsnámi í náttúrunni ásamt þéttri dagskrá í bóklegum fögum. Allar einingar námsins eru matshæfar í framhaldsnám innan TRU á sviði ævintýraferðamennsku. Nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám í ævintýraferðamennsku innan TRU, geta farið beint inn í eftirfarandi nám: Adventure Guide Diploma, Adventure Management Diploma eða í fullt nám til BS gráðu í Adventure of Tourism Management.