Fara í efni

Enn hægt að sækja um í fótaaðgerðafræði

Nemendur í Fótaaðgerðafræði hjá Keili
Nemendur í Fótaaðgerðafræði hjá Keili

Vegna forfalla er eitt laust pláss í nám í fótaaðgerðafræði í haust. Námið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi.

Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina fótamein og meðhöndla þau fótamein, sem ekki krefjast sérstakrar læknisfræðilegrar meðferðar. Þeir ráðleggja um heilbrigði fóta, meðferð og forvarnir fótameina og þau úrræði sem finnast í heilbrigðiskerfinu þar að lútandi. Skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og halda sjúkraskrár samkvæmt lögum þar um. 

Nám í almennum kjarna og heilbrigðisgreinum taka 3 - 4 annir og er gert ráð fyrir því að nemendur hafi alla jafna lokið því námi áður en þeir hefja nám í sérgreinum fótaaðgerðafræðinnar. Sérnámið er skipulagt sem þriggja anna nám og eru áfangarnir kenndir á þremur samliggjandi önnum. Bóklegir áfangar eru kenndir í fjarnámi með reglulegum staðlotum og verklegir áfangar eru kenndir í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Við hvetjum áhugasama um að hafa samband við okkur sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir en einnig má nálgast upplýsingar á heimasíðu námsins.