Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í Adventure Guide Certificate

Í samstarfi við Thompsons Rivers University, býður Heilsuakademía Keilis upp á spennandi leiðsögunám sem ber nafnið Adventure Guide Certificate (AGC). Um er að ræða 60 eininga (ECTS), átta mánaða lánshæft nám á háskólastigi sem hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á útivist, vilja takast á við áskoranir og horfa til þess að starfa í hinu ört vaxandi umhverfi ferðaþjónustunnar.

Um helmingur námsins er verkleg kennsla sem fer að mestu fram í náttúru Íslands. Meðal viðfangsefna er gönguleiðsögn, skriðjöklaleiðsögn, straumkayak, rafting, klettaklifur, stramvatnsbjörgun og sérhæfð skyndihjálp svo eitthvað sé nefnt. Bóklegir þættir námsins fara fram bæði á netinu og í húsakynnum Keilis. Þau viðfangsefni eru áfangar í skipulagi, jarðfræði, jöklafræði, leiðtogafræðum og ferðamálafræðum.

Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á hinum fjölbreytta starfsvettvangi ferðaþjónustunnar með góðum starfsmöguleikum í ört vaxandi atvinnugrein. Að auki, þá hafa útskrifaðir nemendur möguleika á áframhaldandi námi innan Adventure Studies deildar Thompson Rivers University í Adventure Guide Diploma, Adventure Management Diploma eða BS í Adventure Tourism Management.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í næsta hóp námsins sem fer af stað í ágúst 2022 og lýkur í maí 2023. Takmörkuð pláss eru í boði ár hvert og hvetjum við áhugasama til að sækja um tímanlega eða hafa samband við verkefnastjóra námsins.

Umsækendur þurfa að vera a.m.k. á 19. aldursári og hafa lokið minnst helming eininga til stúdentsprófs, eða um 100 einingum. Við mat á umsóknum er tekið tillit til fyrri reynslu og útkomu úr inntökuviðtölum. Þar sem um er að ræða grunnám er ekki gerð krafa um fyrri reynslu af fjallamennsku eða vatnasporti þó svo að hún sé ávallt metin til hins góða.

Hafa samband við verkefnastjóra námsins

Sækja um

Vefsíða Thompson Rivers University