Fara í efni

Nýnemadagur nemenda í leiðsögunámi

Nýnemadagur fyrir nemendur í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku verður haldinn mánudaginn 27. ágúst. Mæting er kl. 09:00 í stofu B7 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Meðal dagskrárliða verður:

  • Morguninn verður nýttur í skólastofunni, þar sem nemendur kynntast hvert öðru, auk þess sem verkefnastjóri námsins fer yfir ýmis atriði varðandi skólaárið og fyrirkomulag námsins.
  • Seinnipart dagsins verður gengið á fjallið Keili. Nemendur eru því beðnir um að taka með sér góða gönguskó, viðeigandi klæðnað, vatn og vistir.
  • Heimkoma er áætluð um kl. 18:00.