Fara í efni

Námskeiði í ÓL lokið - Myndir

Um helgina fór fram þriggja daga námskeið í ólympískum lyftingum í Keili. Leiðbeinendur voru heimsþekktir lyftingaþjálfarar frá Bandaríkjunum, þeir Bob Takano og Pat Carroll-Cullen. 60 þjálfarar sóttu námskeiðið.

Um helgina fór fram þriggja daga námskeið í ólympískum lyftingum í Keili. Leiðbeinendur voru heimsþekktir lyftingaþjálfarar frá Bandaríkjunum, þeir Bob Takano og Pat Carroll-Cullen. 60 þjálfarar sóttu námskeiðið.
Námskeiðið var unnið í samstarfi við Arnar Hafsteinsson lyftingaþjálfara sem hefur þekkt þá Bob og Pat lengi og stefnt á í mörg ár að leyfa íslenskum þjálfurum að njóta þekkingar þeirra, visku og reynslu.

60 þjálfarar sóttu námskeiðið. Stór hluti voru CrossFit þjálfarar en ÓL koma þar mikið við sögu, aðrir þátttakendur voru ýmist sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingar, ÍAK einkaþjálfarar og -nemar, íþróttaþjálfarar, lyftingaþjálfarar o.s.frv.

Þátttakendur voru á einu máli um að námskeiðið hefði tekist mjög vel og þeir hefðu lært mjög mikið á þessum þremur dögum. Leiðbeinendurnir, Bob og Pat töluðu sérstaklega um að þeir hefðu sjaldan kennt jafn áhugasömum og metnaðarfullum hópi þjálfara áður.

Forsvarsmenn frá Lyftingasambandi Íslands sóttu námskeiðið og leiðbeindu einnig. Sambandið mun bjóða uppá próf úr námskeiðinu innan tveggja vikna og þeir sem standast prófið fá þjálfararéttindi frá sambandinu. Keilir og lyftingasambandið stefna á að vinna enn frekar saman í námskeiðshaldi og menntun þjálfara.

Myndir frá námskeiðinu eru inná Facebook síðu Keilis www.facebook.com/keilir