Fara í efni

Námskeið um hreyfigreiningar

Íþróttaakademía Keilis býður upp á frítt örnámskeið á Akureyri um hreyfigreiningar og leiðréttingaræfingar. Aðferðir ÍAK einkaþjálfara við að greina ójafnvægi og veikleika í hreyfingu eru eitt öflugasta tólið í þjálfun og greiningu skjólstæðinga þeirra. Tveir sjálfboðaliðar fá fría hreyfigreiningu og ráðleggingar.

Námskeiðið verður haldið 9. júlí kl. 20 - 22 hjá Heilsuþjálfun, Tryggvabraut 22, 3. hæð.

Leiðbeinendur eru kennarar ÍAK, Davíð Kristinsson og Tinna Stefánsdóttir sjúklraþjálfari. Í lok námskeiðs verður einkaþjálfaranám ÍAK kynnt fyrir gestum.