Fara í efni

Námsár Leiðsögunáms í ævintýraferðamennsku í myndum

Nicki Samsom-Kapp, kanadískur nemandi í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University, hefur verið dugleg að taka myndir í verklegum áföngum námsins.
 
Nicki útskrifast úr náminu í júní. Hún kom til Íslands í frí árið 2013 og þótti landið svo áhugavert að hún sótti um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompsons Rivers University, á síðasta ári.
 
„Námið hefur verið ótrúlegt. Ég hef verið hluti af óraunverulegum ævintýrum og lært gríðarlega mikið á þessum átta mánuðum. Mér líður eins og ég hafi séð hluti af landinu sem fæstir hafa tækifæri á að upplifa. Að auki hef ég eignast vini sem ég er fullviss um að séu fyrir lífstíð“, segir Nicki um dvölina á Íslandi og námið.
 
Hún stefnir á að vinna við miðlun ævintýraferðamennsku og náttúru í myndum og texta, með sérstakri áherslu á hreyfimyndir, í framtíðinni. „Námið hjá Keili gaf mér tækifæri til að vinna áfram að þessum áhugamálum mínum, ásamt því að þróa færni mína með raunverulegum verkefnum og verklegri þjálfun. Þó ég fari aftur til Kanada að loknu náminu, þá mun ég án efa koma aftur til Íslands fljótlega.“
 
Hægt er að fylgjast með Nicki á Instagram.