Fara í efni

Kynning á leiðsögunámi TRU og Keilis í KILROY

Fulltrúar Thompson Rivers University í Kanada verða með kynningu í KILROY á Íslandi þann 9. febrúar næstkomandi. Þar verður meðal annars hægt að fræðast um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku sem Keilir býður uppá í samstarfi við þá. 

Thompson Rivers University í Kanada býður upp á nýtt og spennandi leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Íslandi (Adventure Sport Certificate) í samstarfi við Íþróttaakademíu Keilis. Um er að ræða 60 eininga, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku. 

Nánari upplýsingar og skráning á viðburðinn hér.